Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1914, Blaðsíða 13

Ægir - 01.05.1914, Blaðsíða 13
ÆGIR 61 2. gr. Skoðun þessi skal framkvæmd aí' mats- mönnum, yíirmatsmönnum eða undirmatsmönn- um. 3. gr. Áður en síldveiði byrjar ár hvert, skulu skipstjórar á þeim síldveiðaskipum, er veiða með herpinót eða reknetum, skjddir til þess að fá matsmann út á slcip sin. Skal hann gefa ráð um hvernig skipið skuli búið út, svo að hag- felt sje fyrir geymslu sildarinnar. 4. gr. Landstjórnin sjer um að til sjeu eyðu- blöð, hæfilega mörg handa hverju síldveiða- skipi, og ber skipstjórum að íylla þau út. Skulu Íeir í hvert skifti tilgreina mánaðardag og lukkustund, þegar byrjað er að taka síldina úr sjó, og hve mikil veiði er í hvert skifti. Eyðublöð þau, sem út hafa verið fylt, skulu í hvert skifti afhent matsmanni þeim, er skoðar síldina, áður en byrjað er á skoðun hennar. 5. gr. Nú kemur síldveiðaskip að landi, sem veitt hefir sild sina með þeim veiðarfærum, er um getur í 1. gr. Skal flytja hana þangaö, sem einhver matsmaður er fyrir, og ber skipstjóra að tilkynna honum þegar um komu sina; má ekki byrja á söltun síldarinnar fyr en mats- maður hefir skoðað hana. Meðan á söltuninni stendur, ber matsmanni að gæta þess, að ekki blandist saman skemd vara og óskemd. Þann hluta síldarinnar, sem matsmaður kynni að telja skemda vöru, má ekki senda til útlanda í lagarheldum tunnum. Undir sjerstökum kring- umstæðum má yfirmatsmaður leyfa skoðun á sild, er ekki hefir í fyrstu verið ætluð til út- flutnings, og það af henni, er þá kynni að reyn- ast góð vara, má senda til útlanda á venjuleg- an hátt. 6. gr. Sje veiðin svo litil, að skipstjóra þyki ekki svara kostnaði að flytja hana á land til söltunar, má þó salta hana á skipinu, eða án þess hún sje sýnd matsmanni. Pessi sömu ákvæði gilda einnig, ef veður eða önnur ófyr- irsjáanleg atvik banna síldveiðaskipi að komast nógu fljótt að landi, þar sem matsmaður er fyrir. Sild þá, sem ræðir um í þessari grein, ber þó að sýna matsmanni áður en hún er flutt til útlanda og raá, ef ástæða er til, banna útflutning hennar í lagarheldum tunnum. 7. gr. þegar skoðuu fer fram á saltaðri síld og matsmaður telur hana vel verkaða og óskemda vöru, er hann skyldur til að merkja ílát þau, sem sildin er i, ef þess er krafist. Stjórnarráðið ákveður, hvernig merkja skuli. Sildarílát með hinum ákveðnu vörumerkjum, má ekki nota á ný til útflutnings síldar nema merkið sje áður af máð. 8. gr. Yfirmatsmenn sjeu tveir, skipaðir af ráðherra. Stjórnarráðið ákveður aðselur þeirra og starfsvið og gefur þeim erindisbrjef. Laun þeirra hvors um sig sjeu 1000 kr. árlega. En auk þess skal þeim greiddur ferðakostnaður og tvær kr. í fæðispeninga, ef þeir þurfa að takast ferð á hendur vegna starfa síns. Laun, ferðakostnaður og fæðispeningar greiðist úr landssjóði. Undirmatsmenn skal setja þar sem yfirmats- menn telja þötf á og eftir tillögum þeirra, en hlutaðeigandi lögreglustjóri skipar þá. Stjórn- arráðið gefur þeim erindisbrjef, en yfirmats- menn ákveða starfsvæði þeirra. Kaup undir- matsmanna ákveða yfirmatsmenn og skal það greitt af þeim, er siídina lætur salta. Allir matsmenn skulu rita undir eiðstaf um, að þeir [vilji hlýða ákvæðum þeim, sem sett eru um starf þeirra, og rækja stöðu sína með alúð og kostgæfni. 9. gr. Brot á ákvæðum laga þessara varða 50—2000 kr. sekt, sem renni í landssjóð, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt hinum al- mennu hegningarlögum. 10. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Heima Yertíðarafli botnvörpunga Rvíknr 1914. Hf. »Alliance«: Tala alls Kom úr síð- ustu ferð Skúli Fógeti 230,000 lsh Jón Forseli Hf. »ísland«: 160,000 uh Mars 195,000 10/5 Apríl 165,000 22/5 Mai Hf. »Kveldúlfur«: 240,000 °/5 Skallagrímur Hf. »Draupnir«: 170,000 12/5 Snorri Goði Earl Monmaulli 137,000 75 frá ísaftrði Elías Stefánsson: 142,000 75 Njörður 210,000 u/b Eggert Ólafsson 185,000 °/5 íslendingur Th. Th.: 87,000 7° Bragi 220,000 W/5 Baldur Hf. »Haukur«: 200,000 n/5 Ingólfur Arnarson 210,000 Hf. »Snorri Sturluson«: 9/5 Snorri Sturluson Great Admiral frá 121,000 10/5 Grimsby 136,000 til 29A, en um afla frá þeim degi, en'gar upplýsingar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.