Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1914, Blaðsíða 2

Ægir - 01.05.1914, Blaðsíða 2
50 Æ G IH Svo segir í »Háeyrardrápu«: Vaskra formanna foringi er hann, peirra er ýta frá Eyrarbakka. Eins og höfðingi ai þeim ber hann. Fjölmargir honum fjör sitt þakka. Skýrsla, til Fis]dfjeltig8 íslands um ársfjórðung- inn 1. jan. til 31. mars 1914. Miðvikudaginn 28. jan. fór jeg að heiman og kom lil Reykjavikur að morgni hins 30. Þriðjudaginn 3. febrúar, var jeg á árs- fundi Fiskifjelags íslands fyrir hönd Fiskifjelagsdeildar Dýrafjarðar. Hinn 6. febr. fór jeg með »Sterling« til Vestmannaejrja og kom þaðan aftur með »Botniu« hinn 9. s. m. Hinn 8. febr. hjelt jeg fund í Vest- mannaeyjum og flutti þar erindi um sjávarútveg. Fundurinn var fámennur og olli því bæði það, að nokkrir fóru á sjó þann dag og þó öllu fremur liitt, að »Botnia« kom frá útlöndum skömmu áður en fundurinn byrjaði. 9.—11. febr. var jeg heima í Reykja- vik, en hinn 12. lagði jeg af stað suður í Voga. Hafði jeg áður símað til Ás- mundar í Hábæ og beðið hann að hoða til fundar. Hinn 13. hjelt jeg fund á Brunnastöð- um og flutti þar erindi, en fundurinn var fremur fámennur, því svo óheppilega hafði tekist til, að fundarboðið hafði ekki borist um allan hreppinn og fund- ardaginn var bylur. Virtust mér menn þar hafa mikinn áhuga á fjelagsmálum. Hinn 14. febr. hjelt jeg aftur heim til Reykjavíkur og dvaldi heima hinn 15. og 16. febr. Hinn 17. febrúar lagði jeg af stað austur um heiði til Eyrarbakka og Stokkseyrar. Til Eyrarbakka kom jeg hinn 18. og flutti þar fyrirlestur hinn 20. febr. Á þeim fundi var mjög ijölmennt, líklega um 200 manns. Eftir fyrirlesturinn urðu allfjörugar umræður og virðast Eyrbekkingar all- miklir áhugamenn, enda er íiskiQelags- deild þeirra hin langstærsta hjer á landi, yíir 220 meðlimir. A sú deild vöxt sinn og viðgang mjög að þakka Guðmundi Isleifssyni á Háeyri, sem er einhver mestur sægarpur hér á landi og áhuga- maður um alt, er að sjávarútvegi og fiskiveiðum lýtur. Laugardaginn 21.febr. hjelt jeg fund á Stokkseyri og flutti þar fyrirlestur. Fund- armenn munu hafa verið um 70 og dró það mjög úr aðsókn að fundinum að veður var hið versta; hörku-frostbylur með alt að 14 st. frosti. Á fundinum gengu milli 20 og 30 nýir meðlimir í deildina þar á staðnum. Sunnudaginn 22. hjelt jeg aftur til Eyrarbakka og síðari hluta dags lögðum við Ólafur Sveinsson upp áleiðis til Reykjavíkur og komum þar að kveldi hins 23. febrúar. Frá 24. til 27. febrúar var jeg um kyrt i Reykjavík. Laugardag 28. febrúar fór jeg með »Ceres« til Vesturlandsins. Laugardag 7. mars flutti jeg fyrirlestur á Þingeyri, i Fiskifjelagsdeild Dýrafjarðar. Á fundinum gengu 6 menn í deildina og hefir hún nú, að þvi er gjaldkeri hennar skýrði mjer frá, 64 meðlimi. Þótt deild þessi sje kend við Dýrafjörð, þá er enginn meðlimur í henni utan Þingeyrarhrepps. Eiga hreppsmenn þar nú 9 vjelarbáta.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.