Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1914, Page 6

Ægir - 01.07.1914, Page 6
82 ÆGIR auk þess, sem nú fylgja henni tvö kort, þar sem gefið er yfirlit yfir merkingar og ferðir hvers fisksins fyrir sig. Jeg hef dregið það saman úr kortum þeim, sem fylgja hinum ensku skýrslum um merkingarnar, eftir Dr. Johs. Schmidt og mig, og getið er um neð- an máls í skýrslunni hjer á eftir: Það mun vera almenningi — að minsta kosti öllum þorra fiskimanna — hjer kunnugt, að gerðar hafa venð á síðari árum tilraunir til þess að fá ábyggilegar upplýsingar um vöxt og ferðir þorks og skarkola (Rödspætte, Plaice) hjer við laud af hálfu hinnar dönsku deildar hinna samþjóða fiskirannsókna, sem byrjað var á 1903, með því að veiða, merkja og sleppa aftur lifandi þessum fiskum. Merk- ingar þessar voru sumpart (og mestmegnis) framkvæmdar á hafrannsóknaskipinu „Thor", undir umsjón Dr. Joh. Schmidt, sumpart á mótorbát frá „Thor“, af Jóakim Guðbjarts- syni, stýrimanni á „Thor“, og sumpart á fslenskum botnvörpuskipum af G. Hansen skipstjóra á „Thor“. Merking þessi er fólg- in í því, að beinhnappar með töluplötu úr látúni eru festar með silfurvír á fiskinn, á þorski á kjálkabarðið, skarkola á bakið (hægri hliðina) við uggarótina. Við tilraunir þessar er gert ráð fyrir, að eitthvað veiðist aftur af hinum merktu fisk- um við vanalegar veiðar á þeim svæðum, sem fiskurinn fer um á eftir. Afdrif merk- inganna eru því mjög undir því komin, að fiskimenn taki vel eftir því, hvort merki sje á þesskonar fiskum, þegar þeir veiðast, og að þeir skili merkjunum. Til þess að hvetja þá til þess hefur verið borguð 1 króna fyrir hvert merki, sem skilað hefur verið, ásamt upplýsingum um lengd fisksins og stað og stund, þegar hann fjekst; en þrátt fyrir á- skoranir í blöðum og á annan hátt, bæði hjer á landi og í öðrum löndum, hefur orðið tölu- verð vanræksla á því trá fiskimanna hálfu, að skila fengnum merkjum, og ber það vott um hirðuleysi eða skilningsleysi á þessu, fyrir þá svo mjög merkilega, máli. Því að sjálfsögðu ætti öllum fiskimönnam að vera það ljúft að styðja að mikilsverðum þekkingar- auka á lífi þeirra skepna, sem atvinna þeirra er svo mjög háð. Sjálfur hef jeg verið nokkuð riðinn við merkingar þessar frá byrjun og hef reynt eftir mætti að styðja að þvf, að þær geti borið sem bestan árangur. Tók jeg bæði að mjer að safna merkjum frá hjer- lendum fiskimönnum og sendi út áskoranir til þeirra um að gá vel að merkjum og senda mjer þau, og svo var jeg sjálfur við merkingarnar á „Thor“ sumarið 1904 og 1905; einnig útvegaði jeg Hansen skipstjóra pláss á botnvörpung 1909 til merkinga. Loks hef jeg samið skýrslu um afdrif rann- sóknanna að nokkru Ieyti (sjá síðar). Merkingarnar byrjuðu á Skjálfanda og á Austfjörðum 1903 og var þeim svo haldið áfram þar og á Skagafirði og Eyjafirði 1904 og !905. Var bæði merktur þorskur og skarkoli. Skýrslu um þessar merkingar gaf Dr. Schmidt árið 19071). Svo var merking- unum haldið áfram á báðum fiskategundun- um á Skjálfanda, við Vestfirði og á Faxa- flóa 1908 og á Faxaflóa 1909. Þar sem merki frá þessum merkingum hættu að koma í Mars 1911, þá var álitið, að tími væri kominn til að birta skýrslu um afdrif þeirra, ásamt skýrslu um þau merki frá eldri merk- ingum, sem höfðu komið eftir að Schmidt gaf sína skýrslu. Þessa skýrslu fól Schmidt mjer að semja í sumar er leið, þar sem hann taldi mig málefninu sjerstaklega kunnugan, og er hún nú prentuð (á ensku)2). Jeg ætla nú að gefa stutt yfirlit yfir þess- ar merkingar og bæta svo við nokkrum 1) Marking experiments on Plaice and Cod in Icelandic Waters. Meddelelser fra Kommissioncn for Havundersögelser. Serie: Fiskeri. Bd. II. Nr. 6, 1900. 2) Continued marking experiments on Flaice and Cod in Icelandic Waters: Sama ritsafn. 1913.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.