Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1914, Side 7

Ægir - 01.07.1914, Side 7
ÆGIR 83 hugleiðingum, sem afdrif þeirra gefa tilefni til, en vísa um leið þeim sem meira vilja vita, í skýrlsurnar, sem jeg nefndi; þær eru til á Landsbókasafninu. a. Skarkoli. Árið 1903 voru merktir á Skjálfanda 27. júní og 1. júlí 280 fiskar, 35—45 cm. langir; af þeim veiddust aftur 14 fiskar, eða 5%. Veiddust þeir á tímabil- inu frá 1. júní 1904 til október 1906, á svæðinu frá Sljettu að Arnarfirði (1 í Axar- firði, 2 á Skjálfanda, 3 í Eyjafirði, 1 á Húna- fióa, 6 út af Aðalvík og 1 úti fyrir Arnar- firði). Höfðu þeir vaxið 3,4—11 cm., eða að meðaltali c. 3,5 cm. á ári. Árið 1904 voru merktir á Vopnafirði 28. og 29. júlí 494 fiskar, 31—57 cm. langir. Af þeim veiddust aftur 33, eða 6,7%, á tímabilinu frá nóv. 1905 til apríl 1909, á svæðinu frá Langanesi að Vestmannaeyjum (6 við Langanes, 5 á Vopnafirði, 1 úti fyrir Seyðisfirði, 1 við Eystrahorn, 6 við Ingólfs- höfða, 2 í Meðallandssjó, 1 við Hjörleifs- höfða, og 1 við Vestmannaeyjar, um nokkra vantar upplýsingar). Höfðu þeir vaxið 0,9—8 cm., eða 2,5 cm. á ári. Árið 1898 voru merktir í Faxaflóa (vestur af Akranesi, í Hvalfirði, á Vatnsleysuvík og undan Keflavík) 16.—30. júní 532 fiskar 20 —40 cm. langir. Af þeim hafa veiðst aftur 125, eð 23,5% á tímabilinu frá 1. júlí 1908 til mars 1911, á svæðinu frá Vestmannaeyj- um til Önundarfjarðar (1 við Vestmannaeyj- ar, 2 í Miðnessjó, 2 undan Barðanum (Ön- undarfirði), hinir allir í Faxaflóa, flestir í honum sunnanverðum, (á hinum vanalegu botnvörpungamiðum). Sama ár voru merktir við Vestfirði (út af Patriksfirði og Barðanum) 73 fiskar, 14. og 19. júlf. Af þeim hafa veiðst aftur 17, eða 23,3%, á tfmabilinu frá apríl 1906 til desbr. 1910, á svæðinu frá ísafjarðardjúpi til Faxa- flóa (1 á Hnffsdalsvfk, 2 á Sviðinu í Faxa- flóa, hinir á svæðinu milli Súgandafjarðar og Kópaness). Höfðu þeir vaxið 1,6—12,5 cm., eða c. 6 cm. á ári. Árið 1909 voru merktir í Faxaflóa (á Sviði og á Kollafirði) 30. júní, 5. og 9. júlí 200 fiskar, 25—35,5 cm. langir. Af þeim hafa veiðst 105, eða 54%, á tímabilinu frá júlí til nóvbr. 1909, allir saman í Faxa- flóa, flestallir á hinum vanalegu botnvörp- ungamiðum í suðurflóanum. Höfðu skarkol- ar þeir, er merktir voru í Faxaflóa bæði ár- in, vaxið 0,0—13,0 cm., eða að meðaltali c. 6 cm. á ári. Alls hafa verið merktir 1579 skarkolar, 774 við norður- og austurströndina, 805 við vesturströndina, og hafa veiðst af þeim aftur (c: verið skilað merkjum af) 297 (47-f-25o). Merkingar þessar hafa leitt ýmislegt mjög merkilegt í ljós viðvíkjandi lífsháttum skar- kolans, eins og sjá má af því, sem jeg hef skýrt frá hjer að framan, og skal jeg benda hjer á hið helsta. 1. Sjest það glögt að skarkoli sá, sem merktur var við norður- og austurströndina, 0: í kalda sjónum, hefur all-flestur farið lang- ar ferðir burt frá merkingarstöðunum og yfir- leitt leitað stystu leið til heita sjávarins, frá austurströndinni (Vopnafirði) suður á bóg- inn, til suðurstrandarinnar, frá norðurströnd- inni vestur á bóginn, til vesturstrandarinnar. Þetta er í fullu samræmi við það, að Dr. Schmidt hefur fundið, að skarkolinn gýtur aðallega í heita sjónum við suður- og vestur- ströndina, líkt og þorskurinn, en berst eins og hann að nokkru leyti sem ungviði með straumnum norður og austur fyrir land og vex þar upp. Aftur á móti hefur sá skarkoli, sem merktur var við vestur- ströndina yfirleitt haldið kyrru fyrir á merk- ingarstöðvunum eða þar í nánd við þær, og enginn farið út fyrir takmörk heita sjávarins við suður- og vesturströndina. Þó má taka það fram, að tíminn, sem hefur liðir milli merkinga og endurveiði hefur yfir-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.