Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.1914, Qupperneq 11

Ægir - 01.07.1914, Qupperneq 11
ÆGIR 87 að ná æxlunarþroska, það er með öðrum sagt, að þorskurinn, sem vex upp við suðvesturlandið, nái æxlunarþroska (d: verði fullvaxinn) 4—5 vetra gamall. Það vantar því lítið á að þoskurinn vaxi jafn ört við suðvesturströnd íslands og í suð- lægari höíum.1) Aftur á móti er vöxtur þess fisks, sem vex upp í kaldari sjónum, norðan- og aust- anlands, alt að því helmingi seinni, og sjálf- sagt hlýtur hann að verða nokkuð eldri áð- ur en hann verður æxlunarfær, eða verða það minni vaxtar að jafnaði. Þegar hann er orðinn það, hlýtur hann að leita til heit- ari sjávarins til þess að hrygna, og er það skoðun mín, að allur sá mikli urmull af smá- um þorski, c. 70 cm. löngum, sem safnast í nóvember—janúar, ásamt stærra þorski, á bankana við Hornstrendur, út af Aðalvík og fyrir vestan Djúpál, og botnvörpung- arnir veiða svo mikið af, sje fiskur, sem er í fyrsta sinn að yfirgefa sjóinn við Norðurland, þar sem hann hefur alist upp, til þess að leita að hrygningarsvæðum í heitari sjónum suður með, ásamt eldra (stærra) fiski, sem Ieitar árlega norðurfyrir, hinn heitari tíma ársins, en er þá að hörfa aftur frá Norður- landi undan kuldanum, sömuleiðis í hrygn- ingarerindum. 3) sýna merkingarnar, hve mikið hefur veiðst af hinum merkta fiski. Það voru alls 77 fiskar, eða 6,8°/o að jafnaði, lægst 2°/o, í Hjeraðsflóa, hæst iS°/o, í Faxaflóa. Þetta má heita Iítil veiði á móti því, sem á sjer stað í suðlægari höfum. Við Færeyjar hefur t. d. endurveiðst alt að því % (66%) af hinum merktu fiskum. Þetta atriði, ásamt því, hve fljótt þorskurinn Iítur fyrir að vaxa í heita sjónum, hin löngu frátök, sem oft verða um hrygningartímann, sökum stór- 1) Viðtækar merkingar Dana við Færeyjar hafa leitt í ljós, að ilh árs þorskur þar verður að jafnaði 25 cm., 2r/2 árs 40 cm., 3V2 55 cm. og 4V2 7° cm. viðra, og svo atriðið sem Schmidt bendir á í skýrslu sinni, og jeg hef bent á áður, að stór svæði eru í kringum landið, þar sem þorskur er, en aldrei dregin botnvarpa (eða má draga), gefur von um, að lengi muni þorskurinn við ísland með sinni miklu við- komu geta staðist hið mikla dráp, sem nú fer fram á honum árlega, einkum með botn- vörpum. En meðan engin veit, hve margt er af þorski við Iandið, nje hve mikil við- koman er, og jafnvel ekki, hve mikið cr veitt, þá er eðlilega ekki hægt að segja neitt ákveðið um það. Geta má þess, að íslendingar og Færey- ingar hafa veitt flesta fiskana við Austur- land, íslendingar alla við Norðurland, íslend- ingar og Englendingar hjer um bil jafnt í Faxaflóa. 4) Að síðustu má taka það fram, að merk- ingarnar hafa ekki sýnt það, að þorskurinn (og því síður skarkolinn) hjer við land fari til annara landa; ísland hefur eftir því að dæma sinn þorskstofn út af fyrir sig. Þetta, sem hjer er sagt, sýnir það, að ár- angurinn af þessum fyrstu merkingum á fiski hjer við land hafa gefið góðan árangur, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, og er það mest að þakka dugnaði og hagsýni mannsins, sem hefur komið þeim í framkvæmd, Dr. Schmidts. En meira þyrfti að gera enn í þessu tilliti, einkum við suðurströndina, t. d. að reyna að fá fulla vissu um, hvaða leiðir þorskurinn fer, þegar hann í vertíðarlok leit- ar burt frá þeim slóðum, og jeg veit að Dr. Schmidt hefur allan hug á að merkja meira, þegar hann fær því við komið. Annars væri æskilegt, að vjer gætum haldið því áfram S^^r' Bjarni Sœmundsson.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.