Ægir - 01.07.1914, Qupperneq 12
88
ÆGIR
Stutt yflrlit
yfír fiskiveiðar íslands áður fyrri og nú, og
hvað gjöra beri til að efla og tryggja
fiskiafla nú á dögum við strendur
og i fjörðum.
Hjeðan frá landinu eins og frá öllum
Norðurlöndum hafa lengi verið reknar fiski-
veiðar til þess að afla stórs þorsks, en fyrir
hjer um bil 70 árum voru það þó aðeins
einstöku menn, sem notuðu þilskip við fiski-
veiðar, og þau voru aðeins lítil, almennast
var að nota báta, 2 manna íör upp að 12
æringum, með jafnmörgum hásetum sem
árum, það var ekki alltítt að hafa segl á
bátunum, af því að menn höfðu ekki efni
til að útvega sjer þau; þó voru stóru skipin,
sem voru fremur sjaldgæf, gerð út til að
sigla þeim. Ef segl voru á minni skipum
voru þau tvísigld, og voru þau þá venjulega
eign efnaðri manna. Sjaldan var róið lengra
en 2 vikur sjávar frá landi, og notuðu menn
sumpart handfæri og sumpart lóðir, er á
voru 4 samstæður af önglum, þ. e. a. s. 100
önglar í hverri samstæðu. í vetrarlok, Mars
eða Aprflmánuði, komu útróðrarmenn margra
mílna leið heimanað, í verstöóurnar og að
sjónum þar sem íslaust var, sumir til að
veita úrgerðarmönnum lið, sem þurftu á há-
setum að halda, og fyrir því fengu hlut, og
sumir, ef þeir áttu sjálfir skip, til að halda
þeim úti. Margar þrautir og margan skort
varð að þola til þess að afla úr sjónum
þess fiskætis, sem var hluti af atvinnu þess-
ara þolgóðu manna. Alt að 40 árum seinna,
hafði fiskiveiðunum farið svo fram, að menn
bæði notuðu net og einnig voru þilskip al-
geng, og á síðustu 15 árum, hafa fiskiskút-
urnar orðið fyrir miklum breytingum, einkum
að því er snertir hreyfiaflið. A fáum árum
fengu menn sjer litla bifbáta, sem áttu, eftir
því sem menn vonuðu, að Ijetta undir með
ræðurunum þegar þeir rjeru fram og heim,
og flýta fyrir, en það er vafasamt hvort þeir
hafa orðið að nokkru Iiði, sem teljandi sje,
því um leið bættist við mikill reksturskostn-
aður til olíu, aðgerðir o. fl. og hittist svo á,
sem oft á sjer stað hjer, að bátarnir legðu
á sjóinn í góðu veðri en stormur ryki upp
óðara en komið var á sviðið, þá var úr
vöndu að ráða; að láta berast fyrir úti á
rúmsjó, gátu þeir ekki, þess vegna urðu þeir
að leita til lands, en í miklum öldugangi var
þungur opinn bátur miklu ver staddur, en
ljettir seglbátar, sem eru sjerkennilegir fyrir
ísland. Margur slíkur seglbátur hefur bjarg-
ast í land gegnum rok og brim, þar sem
bifbáturinn náði aldrei landi. Þegar fram liðu
stundir, komu stærri þiljubátarnir, og frá
Englandi skip með gufuafli (Trawlers), og
nokkru seinna frá öðrum þjóðum, sero fiskuðu
hjer við strendur, og næstum því um sama
leyti fóru landsmenn sjálfir að útvega sjer
samskonar skip, og einkum á seinni árum
hefur fiskiflotinn aukist mjög í þá átt. Það
getur ekki verið annað en gleðiefni fyrir
hvern mann, að landsmenn nú geta aflað
sjer ríkulegri hlutdeildar f hinum miklu auð-
æfum sjávarins með því að taka sjálfir þátt
í fiskiveiðum á rúmsjó. Það er þó eitt, sem
vekur athygli, sem sje það, að hjer um bil
allir bátar smælingjanna eru dottnir úr sög-
unni, þeir geta ekki þrifist lengur. Með mikl-
um erfiðismunum brjótast þeir út á miðin,
en uppgcfnir verða þeir að hverfa heim
aftur hjer um bil aflalausir, þar sem þeir
áður gátu átt von á nokkurn veginn sæmi-
Iegum afla, þar geta þeir verið að keipa
með færinu með nauða Iitlum árangri. Af
því að engar horfur eru á fyrir þeim, að
geta eignast stærri tísku fiskiskip, hætta þeir
að stunda fiskveiðar og leita sjcr atvinnu á
annan hátt. Meira að segja: mörgum verður
það að leita burt af ættjörð sinni, sjálfsagt
ekki nærri altaf með glöðu geði, til þess að
vera sjer úti um atvinnu í öðrum löndum.