Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1914, Page 14

Ægir - 01.07.1914, Page 14
90 Æ G IR hjer til, þá gætu þau hjálpað til þess að aðstoða umkomulitla fiskimenn og efla niður- suðuiðnaðinn hjer á landi. Það væri óskandi, að þessar línur gætu orðið til þess, að opna augu manna og beina hug þeirrá að því, hvað nauðsynlegt er að gera, til að efla og koma upp fiski- veiðum á grunnmiðum og inni á fjörðum, til hagsmuna fyrir smámennin, sem hafa ekki efni á að eignast báta þá með áhöld- um, sem eru ómissandi við fiskiveiðar í stór- um stíl. Tækist það, þá væri náð tilgang- inum með þessum Iínum. n, Aths. Ofanrituð grein er eftir danskan vjelfræðing, sem lengi hefur verið í förum hingað til landsins. Ritstj. Heima. Ráðherraskifti eru nú orðin hjer. Var Sigurður Eggerz sýslumaður kosinn ráðherra, Sunnud. S- Júlí; var kosningin símuð til konungs; hann boð- aði S. Eggerz þegar á sinn fund og tók hann sjer far með „Glen Gelder" til Liverpool og hjelt þaðan til Khafnar. — 22. þ. m. frjettist svo hingað, að konungur hefði samþykt kosning- una og er því hr. Sig. Eggerz ráðherra ís- lands, og er hans von þessa daga. {2^h). Fiskifjelag íslands hefur afhent kaupmanni Þórði Bjarnasyni í Reykjavík, umboð til að afgreiða olíupant- anir, og alt er að olíukaupum lýtur, Erindreki Fiskiíjelags, Matthías Ólafsson, situr nú á þingi. — Vjelfræðingnr Fiskifjelagsins, Ólafur Sveinsson, er um þessar mundir í Reykjavík, vinnur hann nú að bók þeirri, um notkun mótora, er í ráði er, að muni út koma í haust eða vetur. Að öllum líkindum verða námskeið haldin fyrir mótorista í haust og eftir nýjár; er eigi hægt sem stendur að segja með vissu, hvenær þau verði, en að því mun unnið af megni, að þessi námskeið komist á, og ættu sem flestir að færa sjer þau í nyt og reyna að sækja þau. Til er ætlast, að þau skuli haldin á ísafirði og Seyðisfirði, og á þessa staði verða menn að sækja þau. — Slík námskeið geta orðið til ómetanlegs gagns, einkum þar sem hagar til eins og hjer, að vart er unt að fá kenslu í þeirri grein, en bæði reynsla og heilbrigð skynsemi heimtar kunnáttu við það verk, sem getur varðað mannslífum og eignatjóni, sje ekki rjett að farið. Mótorbátar á Stokkseyri 1914. Á. Lestir HK. Vjela- tegund. Farsæll . . 132 9.95 8 Dan Heppnin . 129 5.2 7 8 — Inga. . . 133 8,84 8 — Ingólfur 104 5.72 6 — íslendingur 125 8,58 12 Gideon Sæborg 136 7.37 8 Dan Sæfari . . 135 5.95 7 — Vonin . . IIO 6,57 6 — Þorri . . 109 6,oo 6 — Löng útivist í lia.fi. Hinn 27. Júní s. 1. kom timburskip til Stokkseyrar „Svanen" að nafni. Það lagði út frá Halmstað í Svíþjóð hinn 5. Apríl í vor, var á sjónum allan þann tíma, eða í 83 daga. Botnvörpuskipin íslensku. 5 botnvörpuskip eru farin á síldarveiðar til Eyjafjarðar og eru þau þessi: „Skallagrímur", „Snorri Goði", „Ingólfur", „Eggert Ólafsson" og „Baldur". Flestir hinna munu nú farnir að fiska í ís. „Jón Forseti“ er um þessar mundir í Tynemouth á Eng- landi, hafði ketill hans bilað svo, er hann

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.