Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1915, Blaðsíða 1

Ægir - 01.09.1915, Blaðsíða 1
Nr. 9. R. AGS ÍSLANDS ÆG MÁNAÐARRIT FISKIFJEL Reykjavik. September 1915. 8. á Umsjónarmannsstarfið við Reykjavíkurhöfn. Fyrir skömmu var umsjónarmanns- starfið við Reykjavíkurhöfn veitt snikkara Guðmundi Jakobssyni, en auk hans sóttu 3 skipstjórar, og meðal þeirra Þorst. Júlí- us Sveinsson leiðsögumaður á »Islands Falk«, sem öllum hér er að góðu kunn- ur, og sem ílestir hér dæmdu sjálfsagðan til þessa starfs. En svona fór og siðan veitingin fór íram hefir mikið verið rit- að í blöðin um hana, og ber þeim öll- um saman, er rita, að Guðmundur Jak- ohsson sje sá maðurinn, sem síst hefði átt að koma til greina, og furða margir s*g á, að hann sje ekki fyrir löngu hú- inn að segja af sjer, þar sem hann hlýt- ur að finna örðugleika þá, sem fylgja því að vinna í óþökk bæjarfjelagsins. Þeir sem sóttu um starfið vissu ekkert og vita ekkert um hvað þeir eru að sækja, það veit enginn enn þá, hvernig því verki verður best hagað, væri svo, þá mundi erindisbrjef að öllum líkindum hata ver- ið lagt frarn, og umsækjendum sýnt það og þeir spurðir, hvort þeir gæta fullnægt ákvæðunum, og þar eð starfið er mikið °g getur orðið margbrotið, hefði ekkert átt að vera því til fyrirstöðu, að þeir, sem álitu sig hæfa, væru látnir svara hvernig þeir helzt mundu framkvæma ákvæði erindisbrjefsins; að veita slíkt út í loftið er fásinna. Sá maður, sem slíkan starfa fær og er trúað fyrir, verður að muna eftir því, að við höfnina mætir hann fyrir bæjarfje- lagið og framkoma hans verðnr að vera jöfn þeirri, sem skipstjórar eru vanir að mæta erlendis. Hann þarf ekki að vera svo snjall i málum, sem alment er álit- ið, en hann verður að kunna, í það minnsta öll heiti á skipsreiða og köðl- um og öllu er skipi fylgir, á ensku. Fá skip nrunu konra hingað, hverrar þjóð- ar sem eru, að undanskildunr frönsku botnvörpuskipununr, að skipstjórar þeirra ekki þekki þau heiti, að hann þekki þennan llokk dönskunnar er sjálfsagt; þar eru 3 flugur i einu höggi, danska. norska og svenska. Til góðrar samvinnu við erlenda skipstjóra er þelta eitt hið nauðsynlegasta slarfmu áhærandi, því fari svo, að hann gefi skipstjórum skip- anir, að flytja eða festa skipunr, þá verða þær sldpanir að vera ábyggilegar og rjett- ar, frambornar á sjómannavísu, sje ekki svo, og skipstjórar kornist að þvi, að þeir eiga við mann, sem ekkert kann eða vit hefur á hlutunum, þá verða þeir að haga sjer eins og þeinr þykir best og þá eru þeir orðnir unrsjónarmenn hafn- arinnar í stað þess sem, veitinguna hefur og öll reglugjörðin þýðingarlaus. Fákunn- átta umsjónarmannsins í þessu atriði get- ur haft hinar verstu aíleiðingar fyrir bæ-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.