Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1915, Blaðsíða 4

Ægir - 01.09.1915, Blaðsíða 4
114 ÆGIR ir vilja losna við, þá er hann orðinn kontórmaður og annað er látið drasla. — Keyri slíkt úr hófi, getur svo farið, að hann verði önugur og sinnulítill við þá, er erindi haía við hann, og það kemur sjer illa og má ekki eiga sjer stað. Jeg tel víst, að margir fleiri liefðu sótt um þetla starf, hefðu þeirvilað um hvað átli að sækja, en það er hulinn leyndar- dómur, en llestir munu hafa fundið á sjer, að hjer var sem stendur ekkert að gjöra, því alt slarfið hvílir á lóðsunum enn þá. Þegar bryggjurnar eru fullgerð- ar ætti hinn rjetti maður að lalca við og sa, sem nú hefur starfið vera búinn að segja af sjer, en vonandi lætur hann eftir sig uppkast til merkja þeirra, sem gefa verður við höfnina, þau má undirbúa og samþykkja; þau verða hjer nauðsyn- leg, flýta fyrir vinnu, gela sparað peninga og þurfa eigi að breytast, og 2000 kr. borgun fyrir slíkt ætti að vera sæmilegt, því önnur vinna er eigi fyrirsjáanleg fyrir hann, sem hafnarumsjónarmann. 15. sept. 1915. Sveinbjörn Egilsson. Sjómatmaheimili. Eftir að jeg byrjaði prestsslarf mitt hjer í bænum hef jeg oit hugsað um, hve brýn þörf er á mannúðarstarfi sjómönn- um til hjálpar og gagns. Jeg hef hugsað um þetla frá kristilegu sjónai'miði, og þegar jeg les biblíuna mæta mjer oft myndir af sjómannalífi og sjómannastarfi, og þær myndir benda mjer á hina miklu nauðsyn hins blessunarríka starfs meðal »sona hafsins«. Biblían geymir lýsingar af lífi og starfi manna úti á djúpinu. í einum sálminum eru þessi orð: »Þeir sem fóru um hafið á skipum, ráku verslun á lnnum miklu vötnum, þeir hafa sjeð verk Drottins og dásemdir hans á djúpinu. — — Þeir hrópuðu til Drottins í neyð sinni og hann leiddi þá úr angist þeirra; hann breytti stormviðrinu í bliðan blæ, svo að bylgjur hafsins urðu hljóðar. Pá glöddust þcir, af því að þær kyrðust og hann ljet þá komast í höfn þá, er þeir þráðu« (107. sálmur). Margir kannast einnig við 27. kapitul- ann i Postulasögunni, mjer finst, að jeg andi að mjer hressandi sjólofti, er jeg les þann kapítula. Skat-Rördam Sjálands- biskup hefur þýtt nýjatestamentið frá grískri tungu á danska, en þegar hann var að þýða þenna kapítula leitaði hann aðstoðar hjá þaulvönum sjómönnum, til þess að fá hin rjettu heiti, því að í þeinr kapítula ermildðaf erfiðu sjómannanráli. Þar er fögur frásaga unr bandingja, senr á hættunnar tínra, er skipið strandaði, sýndi hugrekki og yfirburði þá, er af kristinni trú spretta. Fyrir stillingu og rósanra huðprýði postulans konrust allir af, 276, er á skipinu voru. Allir vita, að sjónrenn voru í fyrsta lærisveinahópnum. Allir kannast við Sí- nron og Andrjes, Jakob og Jóhannes. Allir kannast við fiskidrátt Pjeturs og skipunina, senr hann fjekk: »Legg þú á djúpið«. Kristin kirkja hefir aldrei gleymt þeinr, senr fara unr lrafið, en ofl nrinst þeirra, sem eru á hinunr miklu vötnum, beðið þess, að þeir nrættu fá að sjá dásenrdir Drollins á djúpinu og konrast i þá höfn, senr þeir þrá. Hjer á landi og hjer í bæ hefur þeirra einnig verið nrinst, og oft hafa sjerstakar sjómannaguðsþjónustur verið haldnar í kirkjunum og annarsstaðar. Það voru hátíðlegar og viðkvæmar stundir. Jeg er

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.