Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1915, Blaðsíða 18

Ægir - 01.09.1915, Blaðsíða 18
128 ÆGIR um verði leyft að ganga undir prófið. Það skai stýlað til prófnefndarinnar, og þvi fylgja skírnarvottorð. Enginn má ganga undir prófið yngri en 17 ára. Haíi umsækjandi áður gengið undir mótorvjelapróf, skal þess getið i umsóknar- skjalinu. 3. gr. Prófið er munnlegt og verklegt. Það skal haldið opinberlega af prófnefnd, eru i henni vjelfræðiskennarinn og 2 menn aðrir, sem bæjarfógeti eða sýslumaður — þess staðar þar sem prófið er haldið — setur til þess í hvert skifti, annan þeirra sem oddvita nefndarinnar. Þeir tiltaka prófsverkefnin. Skulu þau skrifuð á seðla, tveimur fleiri en prófsveinar eru. Próf- sveinar skulu mæta á tilteknum degi og stundu á prófstaðnum, og hafa með sjer vinnuföt. Hver prófsveinn dregur sínar munnlegu spurningar. 4. gr. Verklega prófið skal haldið við mótor- vjel i skipi eða á landi, eftir ákvæðum prófnefndar. Skal þar prófa þekkingu prófsveinsins i að setja mótorinn á slað, skifta um gang hans, í hirðingu og eftir- lili inótorvjela og áhalda þeirra. Áður en verklega prófið byrjar skal prófsveinninn hafa haft eigi minna en eina klukkustund lil að kynna sjer mólorvjelina. 5. gr. Við prófið skulu gefnar 3 einkunnir, sem sje : 1 einkunn fyrir úrlausn á samsetningu og vinnu mótora. 1 einkunn fyrir gangskiftingu og stjórn. 1 einkunn fyrir hirðingu, eftirlit og bætur á skemdum o. fl. Fyrir svör á hverri spurningu skulu gefnar einkunnir eins og við vjelaprófið (sbr. 20. gr.). Hæsta aðaleinkunn við prófið er 21 stig. Til þess að standast prófið þarf 9 stig. 6. gr. Til hms íslenska mótorvjela prófs út- heimtist: Pekking á olíum, sem brúkaðar eru til mótorvjela, útliti þeirra, gæðum, meðferð og geymslu. Þekking á hinum algengustu mótorvjelum, sem notaðar eru í skipum eða á landi, útbúnaði þeirra, hirðingu, starfrækslu og stjórn. Pekking á sundur- liðun mótorvjela, hreinsun þeirra og sam- setningu. Þekking á að lagfæra þá galla á mótorvjelum, sem orsakast af brúkun og sliti. Þekking á algengustu bilunum mótorvjela, áhöldum þeirra og endurbótum. 7. gr. Hver prófsveinn, er staðist hefur prófið, fær vottorð um það að afloknu prófi; skal það samið á islensku og sniðið eftir þess- ari fyrirmynd : N. N. (fult nafn) fæddur (fæðingardag, fæðingarstað og -ár), hefur staðist hið íslenska mótorvjelapróf en til þess útheimtist: (hjer skal lalið það, sem útheimtist samkv. 6. gr. i reglugjörð þessari) og hlotið aðaleinkunnina .... (Staður) árið N. N. N. N. N. N. (undirskrift prófnefndar). Hæsta aðaleinkunn er 21 stig. Lægsta aðaleinkunn er 9 stig.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.