Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1915, Blaðsíða 2

Ægir - 01.09.1915, Blaðsíða 2
112 ÆGIR inn, því búast má við skemdum á skip- um og mannvirkjum hjer, jafnt og ann- arsstaðar í heiminum, og óþægilegt væri að bænum yrði að blæða fyrir alt, sök- um misskilnings milli umsjónarmanns og skipstjóra, sem þeír, eins og eðlilegt er, mundu nota sjer kæmust þeir að þvi, að hann væri ekki stöðu sinni vaxinn. En hver er þeirri stöðu vaxinn? Það veit enginn fyr en áreynir. Hún er ekki eins þægilegt starf og alment er álitið. Sje umsjónarmaðurinn samviskusamur maður, þá hljóta áhyggjur og kvíði að fylgja því. Hinn 22. ágúst, sunnudag, gekk jeg niður á steinbryggju. Þann dag var vestanstormur. Kl. 5—6 var súgur svo mikill við landið, að jeg er sannfærður um, að hvert skip, sem þá hefði legið við hinar fyrirhuguðu bryggur hefði orð- ið að fara frá, til þess að forðast brot- um: kæmi slíkt fyrir eftir að höfnin er fullgjör, þá kæmi til kasta umsjónar- manns, hann í sameiningu við skipstjóra, hverrar þjóðar sem væru, yrði þá að vinna að því, að sem minst yrði að, og alt færi sem hest úr hendi og sú sam- vinna verður að vera góð, eigi hún að koma að notum og ekki tjáir að geta engar skipanir gefið; en þá er skárra að þegja, en gefa þær vitlausar. Hvaða starf umsjónarmaðurinn getur haft þetta fyrsta ár, skil jeg ekki, en það er nú lítið að marka það, nóg ef aðrir skilja það. Sem stendur er ekki hægt að dæma um hvernig fermingu og allermingu skipa verði best hagað. Slikt kemur af sjálfu sjer þegar vinnan byrjar. Þá rekur mað- ur sig á ýmislegt, sem ekki er eins og það á að vera, t. d. akbrautir, en sjeu til teinar og skiftispor, þá rná laga gall- ana í skjótu bragði, og það verður eins drjúg vinna eins og að þurfa að rífa upp það, sem í blindni hefur verið lagt, og leggja á ný. Hvernig duflum (böjum) verði lagt mun heldur ekki ákveðið, en þau verða að koma og þau öflug til þess, að skip verði flutt, og til að halda skipum frá bryggjunum, nái sjór að koma inn á höfnina. Væri um viðhald á mannvirkjum þeim, sem komin eru að ræða, þá gæti umsjónarmaðurinn sjeð um það verk, en það er ekki svo. Að hann geti undirbúið nokkuð er ekki sýni- legt sem stendur. Umsjónarmaður er milligöngumaður bæjarins við innlenda og erlenda skip- stjóra, og undir hans framkomu er öll samvinna við þessa menn komin. — Hann verður að vera jafnsnjall þeim að kunnáttu, annars fyrirlíta þeir hann og afleiðingarnar verða ertingar, ósamkomu- lag og klaganir. Hvert starf umsjónarmannsins verður er ekki opinbert enn; almenningur mun hafa þá hugmynd, að hann eigi að vera skipstjóri á öllum sldpum og döllum, sem inn á höfnina koma, og auk þess gæta aðalstarfans á landi; fyrir öll þau ósköp eru 3000 kr. engin laun og þó langt of há, þvi úr slíku yrði vitleysa og vinnuleysi. Starf bans hlýtur að vera á landi, jafnt hjer og annarsstaðar. Frá landi gefur hann sínar skipanir og er í sambandi við lóðsana um hvar best sje að leggja skipum, hvort það skipið, sem þeir koma með inn á höfnina eigi að kasta akkerum, eða að þeir lcomi með það á tiltekinn stað við bryggjurnar, og erindisbrjefi lóðsanna verður að breyta til þess að forðast misskilning og mis- klíð. Það eru þeir sem eru skipstjórar meðan þeir eru að koma skipum úr höfn eða á höfn, og væntanlega gefur hafnarnefndin umsjónarmanninum þá skipun, að hann farl ekki að skifta sjer af því, sem honum ekki kemur við, og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.