Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1915, Blaðsíða 12

Ægir - 01.09.1915, Blaðsíða 12
122 ÆGIR hestafla vjel, sem auk þess að fullnægja skilyrðum þeim, er sett eru i 5 gr., full- nægir annaðhvort skilyrðum þeim, sem sett eru í 7. gr. a., eða hefur verið að- stoðarmaður vjelstjóra á gufuskipi með meira en 700 hestafla vjel í 2 ár. 10. gr. Sá einn, er öðlast hefur skirteini það, sem ræðir um í 11. gr., á rjett til að vera yfirvjelstjóri á gufuskipi með meira en 700 hestafla vjel. 11. gr. Sá einn getur öðlast yfirvjelstjóraskírleini á gufuskipi með meira en 700 hestafla vjel, sem auk þess að fullnægja skilyrðum þeim, er sett eru í 5. gr. og staflið b. í 7. gr., hefur verið undirvjelstjóri á gufuskipi með meir,a en 700 hestafla vjel í 1 ár. 12. gr. Á gufuskipi, með meira en 100, en minna en 700 hestafla vjel, skal veru að minsta kosti einn yfirvjelstjóri og einn undir- vjelstjóri, sem fengið hafa skírteini sam- kvæmt 2., 3., 5. og 7. gr., eftir því sem við á. Nóg er að einn vjelstjóri, sem fengið hefur vjelstjóraskirteini samkvæmt 2. gr., sje á skipi með minna en 100 hestafla vjel. Á gufuskipi með 700 hestafla vjel, og þar yfir, skal vera að minsta kosti einn yfirvjelstjóri og tveir undirvjelstjórar. Skal yfirvjelstjóri hafa fengið skirteini sam- kvæmt 11. gr., en undirvjelstjórarnir sam- kvæmt 9. gr. Ekkert íslenskt skip má afgreiða frá nokkurri höfn til siglinga innaníands eða á milli landa, nema á því sje það vjel- gæslulið, sem áskilið er í þessari grein. 13. gr. Þeir, sem fullnægja skilyrðum þeim, sem sett eru í 2.—3., 5., 7., 9. og 11. gr., eiga heimting á að fá skirteini þau, sem þar um getur. Fyrir yfirvjelstjóraskírtnini skal greiða 4 kr., en undirvjelstjóraskirteini 2 kr., og rennur hvorltveggja í landssjóð. Skírteini þessi skal rita eftir fyrirmynd, er Stjórnarráðið sernur. Skirteinið skal gefið út af lögreglustjóra, og gildir um ótakmarkaðan tima frá dag- setning þess, nema skírteinishafi fyrirgeri því, sbr. 15. gr. 14. gr. Nú vill einhver eigi hlíta úrskurði lög- reglustjóra um útgáfu skírteinis, og skal hann þá leggja málið undir úrskurð stjórn- arráðsins, en við það skerðist þó eigi rjett- ur hans til að leita dómsúrskurðar um málið. 15. gr. Nú verður maður dæmdur fyrir eitthvert það verk, sem svivirðilegt er að almenn- ingsáliti, og hefur hann þá fyrirgert vjel- stjóraskirteini sínu. 16. gr. Meðan vöntun er á mönnum, er tekið hafa vjelstjórapróf samkvæmt lögum þess- um, er Stjórnarráðinu heimilt að veita mönnum, sem fengið hafa vjelstjóraskír- teini i öðrum löndum, samkvæmt þar gild- andi lögum, skírteini þau, sem ræðir um í 5., 7., 9. og 11. gr., en þess sje þó gætt, að til að öðlast hið útlenda skírteini, hafi orðið að fullnægja eins miklum kröfuin, eins og til að öðlast hið íslenska, sem um er sótt. Skírteini þau, sem hjer ræðir um, má þó eigi veita eftir 1. janúar 1925. Til sama tima eiga þeir íslendingar, sem lokið hafa vjelstjóraprófi erlendis, kost á að fá slík skírteini, þótt ekki vanti vjel- stjóra. Heimilt er Stjórnarráðinu að véita efni- legum kyndurum undirvjelstjóraskírtéini á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.