Ægir - 01.09.1915, Blaðsíða 7
ÆGIR
117
Lög-
nra atvinnu við siglingar.
1. gr.
Með takmörkunum þeim sem sett eru
i lögum þessum, skal öllum vera heim-
ilt að leita sjer atvinnu við siglingar á
íslenskum skipum.
I. kafli.
Um rjeit lil jormennsku á skipum
6—12 lestir (tonn).
2. gr.
Rjett til að vera formaður á islenskum
vjelbát eða þilskipi, 6 til 12 lesta að
stærð, hefur sá einn, er leggur fram vott-
orð frá siglingafróðum manni, tilnefndum
af yfirvaldi um það:
a. að hann þekld á áttavita;
b. að hann þekki alþjóðlegar reglur til
að forðast ásiglingu.
Svo skal hann og sanna með vottorði
læknis, að sjón hans sje ekki sjerstaklega
áfátt, samkvæmt reglum er stjórnarráðið
setur.
Gegn þessum vottorðum fær hann
skírtetni hjá yíirvaldi, er veitir honum
rjett til að vera formaður á vjelbát eða
þilskipi, 6 til 12 lestir að stærð.
Fyrir skírteini þetta greiðist ein króna,
er rennur í landssjóð.
II. kafli.
Um rjett til skipstjórnar á skipum
allt að 30 lesta.
3. gr.
Rjett til að vera skipstjóri á íslensku
skipi í innanlandssiglingum, ef að skipið
er yfir 12 lestir, en ekki yfir 30 lestir, að
stærð, hefir sá einn, sem fengið hefur
skipstjóraskírteini á smáskipum.
4. gr.
Sá einn getur staðist skipstjórapróf fyr-
ir smáskipi, er:
a. kann að marka stað skipsins á sjá-
varuppdrætti og hefir nægilega þekk-
ingu á sjávaruppdráttum og notkun
þeirra yfir höfuð;
b. kann að nota áttavita og ber skin á
afhvarf (devition) og misvísun;
c. kann að nota skipshraðamæli:
d. þekkir björgunartækin og alþjóðleg-
ar reglur til að forðast ásigling;
e. sannar oð sjón hans sje svo full-
komin, sem nauðsynlegt er fyrir
stýrimenn;
f. hefir stundað siglingaatvinnu minst
24 mánuði á skipum, ekki minni
en 12 lesta að stærð, eða verið for-
maður á vjelbát í 24 mánuði, ekki
minni en 6 lesta.
Próf þetta fer að eins fram í kaupstöð-
um og þeim kauptúnum sem lögreglu-
stjóri býr í, og skipar hann i prófnefnd
3 valinkunna skipstjóra. Stjórnarráð ís-
lands semur reglur um prófið og fyrir-
mynd fyrir prófvottorðum. Sá er staðist
hefur prófið, getur fengið skipstjóraskír-
teini á smáskipum hjá yfirvaldi, og skal
hann greiða fyrir það 2 krónur, er renna
í landssjóð.
III. kafli.
Um rjett til skipstjórnar og stýrmensku á
skipum alt að 300 lesta, í innanlands og
utanlandssiglingum.
5. gr.
Rjett til að vera skipstjóri i innan- og
utanlandssiglingum á islensku fiskiskipi
og i innanlandssiglingum á íslensku
verslunarskipi, eigi yflr 300 lesta að stærð,
hefir sá einn, sem fengið hefur skip-
stjóraskírteini á fiskiskipi.