Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1915, Blaðsíða 3

Ægir - 01.09.1915, Blaðsíða 3
ÆGIR 113 móðgi ekki skipstjóra með þvi að trúa þeim ekki fyrir að festa sínum eigin skip- um, en hvar og hvernig ber honum að skýra skipstjórum frá, en besta trygging fyrir að alt fari vel úr hendi er að láta þá sjálfa dæma um, með hverju þeir festa skipum sínum, en gjöra þeim grein fyr- ir hvað best sje að gjöra breytist veður eða þ. u. 1., enda kannast þeir ekki við, að aðrir geti verið skipstjórar á sinum eigin skipum en þeir sjálfir, og færu að neita að koma á Reykjavíkurhöfn ef þeir ættu það vist, að það væri sá eini stað- ur í heiminum, þar sem þeir væru de- graderaðir. Erindisbrjefið varð að opinbera, áður en sólt var, þá hefðu menn getað áttað sig á hvort þeir væru færir um að fram- kvæma ákvæðin, og þeir að eins sótt, sem hefðu álitið sig hæfa og aðrir ekkí dirfst að sækja. Nú vissi enginn hvaða verk það var, sem hann átti að hafa á hendi, og því ekki að furða, þótt illa hæfir menn sjeu í flokki umsækjenda. Því er mönnum ekki gefinn kostur á að lej7sa úr fyrir hafnarnefnd, hvernig þeir geti og ætli sjer að framkvæma skyldur þær, sem erindisbrjefið tekur fram, sanna hvað þeir kunna í því, að segja fyrir á íslensku og erlendum mál- um, halda nokkurskonar samkepni um þetta mikilvæga starf, og helst að spyrja á ensku og láta svara á ensku: það mál verður hjer hið almenna og bærinn á lieimtingu á, að hafnarumsjónarmaður kunni það mál auk dönsku, þá væri um leið sannað að hann væri sjómaður kynni hann sjómálið, og á það verður að leggja áhei'slu. Erindisbrjefið; væri það lagt fram mundi sýna umsækjcndum hin önnur ákvæði, og þeir þá sjá hvort þeir væru færir um að taka starfið að sjer, eða hvort til nokkui-s væri fyrir sig að sækja um stöðuna, og spurt samvisku sina, hvort eigi væri ábyi'gðarhluti fyrir sig að bjóða sig í stöðu, sem nemandi, þar sem þörf er á fullkomnum manni. Það sem skrifað hefur vei'ið um þetta mál, hef jeg heyrt kallaðan goluþyt, það er það máske enn þá, en þegar óhæfir rnenn fara að skandalisera framan í skip- stjórum hjer á hinum fyrirhuguðu biyggj- um, þá getur goluþyturinn orðið að stormi, sem blæs úr alt annari átt en menn búast við. Þessi uppástunga, að hafnarnefndin láti piófa umsækjendur eða gangi sjálf úr skugga um kunnáttu þeirra, er í stöð- una vilja ná, finst mjer að eins til góðs. Þá koma hinir rjettu til gx’eina, og menn fríast frá að heyra bi'igsl um að atvinn- an sje veitt fyrir agitationir, og bæjai'- stjórn og hafnarnefnd losna við að vera slett í nasii’, að þeir, sem þar eiga sæti, láti hræra i sjer. Fyi'ir umsækjendur er þetta engin þvingun, þvi svo er fyrirþakkandi, að ljöldi sjómanna hjer í bæ, kann bæði dönsku og ensku og einmitt sjómálið, en það er ekki einhlýtt, meðmæli, framkoma og almenningsálit ríður þar baggamun. Að fara að sniða erindisbrjefið hjer eftir erindisbrjefum annara liafna, er þýð- ingarlaust. Þau eiga ekki við t. d. er- indisbrjef umsjónai’mannsins i West-In- dia-Dock í London, á ekki við Raihvay- Dock i Hull, og því síður við Aarhus eða Kaupmannahöfn. 2—3 ár geta liðið þangað til fullkomin reglugjörð verði samin fyrir þessa höfn, hún er ný og ýmislegt verður að athuga, sem ekki er ljóst nú — en einu ætti að slá föstu, og það er að leggja ekki önnur störf á um- sjónarmanninn, en þau, sem umsjónar- manni hafna er alment ætluð, álíta ekki að hann geti tekið að sjer alt milli him- ins og jarðar. Sje fai'ið að leggja á hann reikningshald og ýmsar skriftir, sem aðr-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.