Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1915, Blaðsíða 5

Ægir - 01.09.1915, Blaðsíða 5
ÆGIR 115 ekki sjómaður, en jeg hef ekki getað gleymt þeim. Þessar guðsþjónustur voru haldnar í vertiðarbyrjun, þá var höfnin alselt skipum, það var eins og menn hefðu þjettvaxinn skóg fyrir augum, og það var lif, starf og fjör í þeim skógi. Það var fögur sjón að sjá hinn mikla flota og alvöruhugsanir hlutu að vakna. Jeg man eftir þvi, að þá varvíðatalað um, að brýna nauðsyn bæri til þess að hafa sjómannaheimili hjer í bænum. Um og eftir aldamótin átti K. F. U. M. heima í hinu svonefnda »Melstedshúsi«, það var stutt leið fyrir sjómenn, að kom- ast þangað. Þar var höfð sjerstök lestrar- stofa handa þeim, og var hún mikið notuð, þar voru mörg bréf skrifuð, margar guðsþjónustur haldnai', jeg minnist þess, að mjer þótti það fögur sjón, er skip- stjórar komu þar ásamt möigum hásetum. sínum. Þegar útlendir skipbrotsmenn voru hjer í bænurn konxu þeir oft þangað og kunnu að meta vingjarnlega lxjálp, er þeini var auðsýnd. Nú eru breyttir hættir á svo mörgum svæðum, einnig hvað sjávarútveg snertir. Seglskipunum hefir fækkað, botnvörpung- ar hafa komið í staðinn, og nú er það altítt, að sjómenn vorir fara oft á ári til annax'a landa. Þó að hjer sjc lítið um sjerstaka starf- sexni meðal sjómanna, þá ber nxikið á henni í öðrum löndum. Þar er mikið gert fyrir sjónxannastjellina, miklu fórnað af ije og starfskröflum. Sjómenn liafa yfirleitt viðkvæmar lii- finningar, en hinar viðkvæmu tilfinningar geta einnig leiðst afvega. Það er þvi engin iurða, þó að móðurhjartað titi'i, þegai' hinn ungi sonur fer að heiman, og sú spurning vakni: »Hvað ætli rnæti drengn- um mínum?« Öllum ástvinum er auðvit- að umhugað um, að vinir þeirra, sem leggja út á djúpið, finni góða staði er í land kemur; því að hætturnar eru rnai’g- ar og nóg er af ginnandi tálröddum. Þessu hafa góðir menn veitt ettirtekt og hjá þeim lxefir vaknað sorg og þrá. Soi’gin og hræðslan hafa kallað á hina biðjandi þrá, og þráin breyttist í fórnarstarf. Sú þi'á sagði: »Hjer er þörf á stai’fi öðrum til góðs. Þeir sem spilla og tæla mega ekki vera einráðir. í hafnarbæjunum eigæ ókunnugir sjómenn einnig að geta mætt verndai'vællum«. Þannig er byrjunin að liinni mikilsverðu lcristilegu starfsemi meðal sjómanna. Jeg er ekki eins kunnugur þessu starfi eins og skyldi, en liefi þó lesið mörg krislileg sjómannablöð frá nágrannalönd- unum og veit, að mikið er í sölurnar lagt í þessu skyni. Þessi starfsemi er nú rúmlega 100 ái'a gömul. Englendingui'inn George Charles Smith, sjálfur af sjómönn- um kominn, dugna.ðarmaður hinn mesti, varð brautryðjandi þessa starfs og starf- aði óþreytandi meðal þessara vina sinna til dauðadags, en hann dó 1863. Mjög öílugl fjelag var stofnað í London, The British and Foreign Sailors’ Society, og nú breiddist starfið út til annara landa. í Danmörku eru 3 fjelög, sem starl'a á þann hátt, að sjómannaheimili eru bygð, bæði heima og í erlendum hafnar- bæjunx, og í þeim bæjum er bygð kirkja og við hana er dansluir preslur. 1 Dan- mörku cr 4. sunnudagur eftir þrettánda kallaður y>sunimdagur sjómannannaa, og er þá í öllum kirkjum landsins minst á þetta starf og fje safnað þvi lil styrktar. Hin danska starfsenxi er 50 ára gömul og hin norska sömuleiðis. Norðmeun hafa sýnt mikinn álxuga í þessu starfi. Nú hafa þcir sliki starf í 40 hafnarbæjum annai'a landa, þar eru 13 prestar og um 30 aði'ir starfsmenn þeim lil aðstoðar. Þegar skipin korna i ókunna höfn fá skipyerjar heimsókn af góðurn vini, sjó-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.