Ægir - 01.09.1915, Blaðsíða 11
ÆGIR
121
Lög
nm atvinnu við vjelgæsln á guínskipnm.
1. gr.
Öllum er heimilt að leita sjer atvinnu
við vjelgæslu á islenskum gufuskipum með
takmörkum þeim, sem sett eru í lögum
þessum.
2. gr.
Sá einn, er öðlast hefur vjelgæsluskír-
teini, á rjett til að vera undirvjelstjóri á
gufuskipi með minna en 200 hestafla vjel
(indiceret).
Skírteinið öðlast þá einn, er:
a. hefur staðist vjelgæslupróf við vjelstjóra-
skólann í Reykjavik;
b. hefur stundað járnsmiði í 3 ár, eða
verið kyndari eða aðstoðarmaður við
gæslu gufuvjelar i 3 ár, og hefur með-
mæli smiða þeirra og vjelstjóra, er hann
hefur unnið hjá, fyrir dugnað og reglu-
semi og þekking á hirðingu gufuvjela;
c. hefur ekki verið dæmdur fyrir nokkurt
það verk, sem svívirðilegt er að al-
menningsáliti.
Stjórnarráðið setur reglugjörð um það,
hvernig vjelgæslukenslunni skuli háttað,
svo og um vjelgæsluprófið og prófskil}Trði.
3. gr.
Sá einn, er fullnægir skilyrðum þeim,
er sett eru i 2. gr. laga þessara, og hefur
verið undirvjelstjóri á gufuskipi með meira
en 75 heslafla vjel í 1 ár, á rjett til að
vera yfirvjelstjóri á gufuskipi með minna
en 200 hestafla vjel.
4. gr.
Sá einn, er öðlast hefur skírteini það,
er ræðir um í 5. gr., á rjett til að vera
undirvjelstjóri á gufuskipi með 200—700
hestafla vjel.
5. gr.
Sá einn getur öðlast undirvjelstjóraskír-
teini á gufuskipi með 200—700 hestafla
vjel, sem:
a. hefur staðist vjelstjórapróf við vjelstjóra-
skólann í Reykjavík;
b. hefur verið kyndari eða aðstoðarmaður
vjelgæslumanns á gufuskipi í 12 mán-
uði og hefur meðmæli þess eða þeirra
vjelstjóra, sem hann hefur verið hjá,
fyrir dugnað og reglusemi og þekking
á hirðingu gufuvjela;
c. hefur ekki verið dæmdur fyrir nokkurt
það verk, sem svívirðilegt er að al-
menningsáliti.
6. gr.
Sá einn, er öðlast hefir skírteini það, er
ræðir um í 7. gr., á rjett til að vera yfir-
vjelstjóri á gufuskipi með 200—700 hest-
afla vjel.
7. gr.
Sá einn getur öðlast yfirvjelstjóraskir-
teini á gufuskipi með 200—700 hestafla
vjel, sem auk þess að fulluægja skilyrðum
þeim, sem sett eru í 5, gr.:
a. hefir verið undirvjelstjóri á gufuskipi
með meira en 200 hestafla vjel í 2 ár,
og hefur meðmæli frá yfirvjelstjóra þeiin
eða yfirvjelstjórum, sem hann hefur
unnið hjá, fyrir reglusemi og næga
þekkingu á meðferð og hirðing gufu-
vjela;
b. er 25 ára að aldri.
8. gr.
Sá einn, er öðlast hefur skírteini það,
er ræðir um í 9. gr., á rjett til að vera
undirvjelstjóri, þ. e. annar eða þriðji vjel-
stjóri, á gufuskipi með meira en 700 hest-
afla vjel.
9. gr.
Sá einn getur öðlast undirvjelastjóra-
skírteini á gufuskipi með meira en 700