Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1915, Blaðsíða 16

Ægir - 01.09.1915, Blaðsíða 16
126 ÆGIR 13. Frumvarp til laga um breyting á hafnarlögum fyrir Vestmannaeyjar nr. 60, 10. nóv. 1913. Af þessum 13 frumvörpum eru nú 9 orðin að lögum. Nr. 1 var samþykt í Ed. 6. sept., nr. 3. i Ed. 16. ágúst, nr. 4 í Nd. 30. ágúst, nr. 5 í Nd. sama dag, nr. 6 í Nd. 18. ágúst, nr. 7 í Nd. 13. sept., nr. 9 í Nd. 14. ágúst, nr. 10 i Ed. 25. ágúst og nr. 13 í Nd. 11. september. Nr. 2 var afgreitt með rökstuddri dag- skrá í Nd. 4. sept., nr. 11 felt í Nd. 25. ágúst, nr. 8 var ekki útrætt, með því að tillaga líks efnis hafði verið feid i neðri deild og voru því lítil likindi til að frum- varpið næði samþykki deildarinnar. Nr. 12 var heldur ekki útrætt og var það í samráði við fiutningsmann frum- varpsins, er hafði fengið upplýsingar um að eigi mundi, að svo stöddu, heppilegt að gera það að lögum. Nefndin samdi og lagði fyrir neðri deild tillögu til þingályktunar um miili- þinganefnd í slysfaramálum, er svo hljóðaði: »Alþingi ályktar að skora á lands- stjórnina að skipa 3ja manna nefnd milli þinga, til að rannsaka orsakir slysfara hér á landi, einkum druknana, og koma fram með ákveðnar tillögur um: 1. Ráðstafanir til að afstýra slysförum. 2. Frumvarp til laga um slysatrygg- ingar, einkum slysatryggingu sjó- manna«. Tillaga þessi var feld i neðri deild 11. ágúst. Verður naumast hjá því komist, að segja, að þar haíi neðri deild unnið óhappaverk, er hún feldi þessa tillögu, þvi eigi þyrfti þau mannslífin að vera mörg, er tillögur nefndarinnar kynni að hafa bjargað, til þess að vega móti kostn- aði þeim, er nefndarskipunin hefði bakað landssjóði. Þá unnu og sjávarútvegsnefndir beggja deilda talsvert að undirbúningi vátrygg- ingarfélags fyrir íslensk botnvörpuskip. Boðuðu nefndirnar allflesta útgerðar- menn slíkra skipa, þá er hjer eiga heima í Reykjavík á fund með sér 30. júlí. Á fundinum mættu aðeins 6 menn frá ýmsum útgerðarfélögum en 10—12 hafði verið boðið á fundinn. Nefndarmenn lögðu málið fyrir út- gerðarmenn og beiddust umsagnar þeirra um það. Útgerðarmenn kváðust eigi við því búnir að svara þá þegar, með þvi þeir hefði eigi hugsað málið og eigi vitað hvert tilefni fundarins hefði verið. Lof- uðu þeir að halda fund með sér um málið og skýra nefndinni frá niðurstöðu þeirri, er þeir kæmist að. Seint í ágústmánuði kom svar þeirra og hljóðaði svo, að þeir eigi teldi málið tímabært og að þeir eigi byggist við að þurfa á aðstoð löggjafarvaldsins að lialda þegar þeim þætti tími til að leggja út í slíkt fyrirtæki. Þá samdi og nefndin i samráði við sjávarútvegsnefnd efri deildar og lagði fyrir þingið svolátandi tillögu til þings- ályktunar: »Alþingi ályktar að skora á lands- stjórnina, að láta hafnarverkfróðan mann, á næstu árum, skoða leiðir og lendingar í helstu verstöðum landsins eða i nánd við þær, þar sem fiskiveiðar eru reknar haust og vetur, hvort eð er á smáum eða stórum bátum og gera kostnaðar- áætlanir um hafnagerðir og lendinga- bætur á þeim stöðum. Rannsóknir þessar skulu fara fram í samráði við Fiskifjelag íslands og sam- kvæmt áliti þess um, hvar arðsamast er og þýðingarmest fyrir fiskiveiðar vorar að hafnir séu gerðar eða lendingar bættar«. Tillaga þessi var samþykt i neðri deild

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.