Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1915, Blaðsíða 6

Ægir - 01.09.1915, Blaðsíða 6
116 ÆGIR mannaprestinum, sem býður þeim i sjó- mannakirkjuna og inn í hina notalegu lestrarstofu. Jeg hefi heyrl islenska sjó- menn tala um slíka kirkjugöngu með sjerstöku þakklæti. Allir eru velkomnir á lestrrarstofurnar, þar finna margir brjef, sem biður þeirra, brjef frá ástvinum heima, og nú nota margir tækifærið lil þess að skrifa heim. Þarna er gleðin ríkjandi og margar bliðar hugsanir, þar er söngur og hljóðfærasláttur, þar hljóm- ar guðsorð. Alvara og gleði haldast í hendur. Presturinn og aðstoðarmenn hans leita uppi þá staði, þar sem þeir vita, að sjó- menn dvelja, og stundum er presturinn hinn einasti, sem fylgir látnum vini inn á kirkjugarðinn i hinu ókunna landi. Sjúkrahúsin eru líka heimsótt, því að þar eru oft einhverjir veikir sjómenn. Sumir biða lengri eða skemri tíma eftir atvinnu. Þá koma sjómannaheimilin í i góðar þarfir. Jeg hefi heimsótt tvö slík heimili, og jeg hafði ástæðu til að dáðst að því, sem jeg sá þar. Það eru bless- unarríkir staðir. Þar er hægt að fá gist- ing fyrir vægt verð, þar er matstaður, lesfrar-, samkomu- og skrifstofur. Þar eru haldnar sjerstaklega áhrifamiklar jólasamkomur, þær eru mörgum ógleym- anlegar. Jeg las í fyrra í norku sjómannablaði um ungan sjómann. Hann druknaði um nýársleytið, er hann var á beimleið. En um likt leyti fjekk móðir hans brjef, sem hann hafði skrifað inni á kristnu sjó- mannaheimili að nýafstaðinni jólaguðs- þjónustu, það var siðasti staðurinn, sem sonur hennar hafði dvalið á áður en hann fór út á hafið í síðasta sinni. Hún geymdi brjefið sem dýrgrip og sendi sjó- mannaheimilinu kveðju með mörgum þakkarorðum fyrir drenginn hennar og heitum blessunaróskum. Árið 1912 hjeldu norskir starfsmenn meðal sjómanna í ýmsum löndum rúm- lega 4000 guðsþjónustur, og í sambandi við þær sjerstaka jólahátíð o. s. frv. Á þessar samkomur komu um 122,000 sjó- menn, 4141 sjúklingar voru heimsóttir á sjúkrahúsum, og farið var um borð í mörg þúsund skip til þess að bjóða sjómönn- um á hina góðu staði. Þetta er stutt sýnishorn af hinu erlenda, kristilega blessunarstarfi. En nú er spurningin: Hvað getum vjer gert fyrir vora eigin sjómenn og hina ókunnugu sjómenn, sem hingað koma og líka þurfa að njóta góðrar móttöku? Höfninni nýju miðar áfram og oft er á hana minst. Er ekki kominn tími til að minnasl á sjómannaheimili, sem ætti að vera á góðum stað nálægt höfninni? Það þarf að fá að minsta kosti lestrar- og brjefastofu nálægt höfninni. Það þarf að starfa meðal sjómanna, þeimtilgagns og blessunar. Hjer er nútíðar- og fram- tiðarþörf. Jeg veit, að bæði hjá mjer og öðrum býr þrá eftir sliku starfi, en þráin þarf að breytast i framkvæmd. Hjer er fagurt hlutverk fyrir þelta bæjartjelag. Jeg hefi áður minst á þetla í blaðagrein og talað um það á safnaðarfundi, og nú beini jeg þessum hugleiðingum mínum til sjömannastjettarinnar, útgerðarmanna og allra vina sjómannanna, og vænti góðs árangurs, þvi að hjer er areiðanlega um velferðarmál að ræða. Bjarni Jónsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.