Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1915, Blaðsíða 15

Ægir - 01.09.1915, Blaðsíða 15
ÆGIR 125 andi þá rjett á að draga frá kaupverðinu verðhækkunartoll þann, sem lög þessi gera ráð fyrir, að rjettu hlutfalli við verð það, er hann hefir keypt vöruna fyrir. Ef um fob-sölu er að ræða, gilda sömu reglur, sem um annað útflutningsgjald, ef ekki er öðru vísi um samið. 8. gr. Um viðurlög fyrir brot gegn iögum þess- um fer eftir ákvæðum laga nr. 43, 2. nóv. 1914. 9. gr. Skip og farmur er að veði fyrir útflutn- ingsgjaldinu. Með mál útaf lögum þessum skal farið sem almenn lögreglumál. 10. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað og gilda til jafnlengdar 1917. Sjávariítvegsmálefsi á þiogi 1915. Hið fyrsta þingskjal, er fram kom á Alþingi 1915, af hálfu þingmanna, var tillaga til þingsályktunar um skipun sjávarútvegsnefndar. Tillögunni var útbýtt á 4. fundi neðri deildar 12. júlí. Á 5. fundi deildarinnar 13. júlí, var samþykt að tillagan skyldi rædd við 1. umræðu. Á 6. fundi deildar- innar 14. júli var tillagan rædd, og sam- þykt að skipa 7 manna nefnd, með 21 samhlj. atkvæði, og hlutu þessir kosn- ingu að viðhafðri hlutfallskosningu: Magnús J. Ivristjánsson, þingmaður Akureyrarkáupstaðar. Guðm. Eggerz, 2. þm. Sunnm^dinga. Matth. ólafsson, þm. Yestur-ísfirðinga. Þórarinn Benediktsson, 1. þm. Sunn- mýlinga. Sigurður Gunnarsson, þm. Snæfellinga. Skúli Thoroddsen, þm. N.-lsfirðinga. Stef. Stefánsson, 2. þm. Eyfirðinga. Daginn eftir 15. júlí hélt nefndin 1. fund sinn. Á þeim fundi kaus nefndin sér formann: Guðm. Eggerz og ritara: Matth. Ólafsson AIls hafði nefndin með sér 24 fundi og undir hana komu þessi mál: 1. Frumvarp til laga um viðauka við lög nr. 26, 11. júlí 1911 um skoðun á síld. 2. Tillaga til þingsályktunar um kaup á Borlákshöfn. 3. Frumvarp til hafnarlaga fyrir Akur- eyrarkaupstað. 4. Frumvarp til laga um löggilta vigt- armenn. 5. Frumvarp til laga um atvinnu við siglingar. 6. Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 22, 11. júlí 1911 um stýri- mannaskólann í Reykjavík. 7. Frumvarp til hafnarlaga fyrir Siglu- fjarðarkauptún. 8. Frumvarp til laga um slysaábyrgðar- sjóð sjómanna og daglaunamanna. 9. Frumvarp til laga um stofnun vjel- stjóraskóla í Reykjavík. 10. Frumvarp til laga um atvinnu við vjelgæslu á gufuskipum. 11. Frumvarp til laga um viðauka við lög nr. 67, 22. nóv. 1913 um hval- veiðamenn. 12. Frumvarp til laga um viðauka við lög nr. 28, 11. júlí 1911 um við- auka við lög nr. 28, 14. des. 1877 um ýmisleg atriði, er snerta fiski- veiðar á opnum skipum og lög nr. 53, 10. nóv. 1905 um viðauka við nefnd lög.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.