Ægir - 01.09.1915, Blaðsíða 13
ÆGIR
123
fiskigufuskipum með minna en 700 hest-
afla -vjel. Þó má Stjórnarráðið ekki veita
slík skírteini, nema brýn nauðsyn sje, og
ekki lengur en til eins árs í senn.
Beiðni um slík skirteini skal fylgja með-
mæli samkvæmt 5. gr. b.
Leyfi þessi ganga úr gildi 1. janúar 1920.
Til 1. jan. 1920 er Stjórnarráðinu og
heimilt að veita manni yíirvjelstjóraskír-
teini samkvæmt 7. gr., þótt hann hafi ekki
verið nema eitt ár vjelstjóri á gufuskipi
með meira en 200 hestafla vjel, ef hann
að öðru leyti fullnægir kröfum 7. greinar.
Þessa heimild má því að eins nota, að
hún sje nauðsynleg.
17. gr.
Brot gegn lögum þessum varða sektum
alt að 200 kr.; ef brot er ítrekað, geta
sektirnar hækkað upp í 500 kr. Brot þessi
sæta opinberri rannsókn, og skal farið með
þau sem almenn lögreglumál.
18. gr.
Sá, sem fengið hefur vjelstjóraskírteini
áður en lög þessi öðlast giidi, skal njóta
rjettinda þeirra, er lög þessi ákveða. Þó
skal það tekið fram berum orðum í skír-
teini þvi, er hann fær samkvæmt lögum
þessum, að það sé gefið út eftir þessari
undanþáguheimild.
Sá, sem fengið hefur undanþáguleyfi til
að vera undir- eða yfirvjelstjóri, áður en
lög þessi öðlast gildi, og eigi lokið vjel-
stjóraprófi, má halda stöðu sinni á sams-
konar skipi og undanþáguleyfið var veitt til.
19. gr.
Lög nr. 25, 11. júlí 1911, um atvinnu
við vjelgæslu á íslenslcum gufuskipum og
lög nr. 19, 2. nóvember 1914, um breyting
á og viðauka við þau lög, eru hjer með
numin úr gildi.
20. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1916.
Lög
um bráðaMrgða verðhækkunartoll á út-
fluttum, íslenskum afurðum.
1. gr.
Auk útflutningsgjalds þess, er ræðir um
í lögum:
Nr. 16, 4. nóvember 1881,
— 10, 13. apríl 1894,
— 8, 6. mars 1896,
— 11, 31. júlí 1907 og
— 31, 22. október 1912
skal greitt útflutningsgjald af íslenskum
vörum, svo sem fyrir er mælt í þessum
lögum.
2. gr.
Gjaldið skal miða við söluverð vörunn-
ar með umbúðum, fluttrar um borð í skip
(fob) á þeirri höfn, er hún fyrst fer frá,
eða söluverð erlendis (Cif) að frádregnu
flutnings- og ábyrgðargjaldi til útlanda,
svo og miðlaragjaldi.
3. gr.
Gjald þetta hvilir á allskonar fiski, lýsi,
síld, smjöri, ull, saltkjöti, kindargærum,
selskinnum, hestum og sauðfje á fæti, og
einungis á þeim hluta söluverðsins sam-
kvæmt 2. gr., sem fer fram yfir það verð,
er nú skal greina:
1. Á hverjum 100 kg af full-
verkuðum þorski ........... kr. 58,00
2. Á hverjum 100 kg af full-
verkuðum smáfiski .........— 52,00
3. Á hverjum 100 kg af full-
verkaðri ýsu
46,00