Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1915, Blaðsíða 9

Ægir - 01.09.1915, Blaðsíða 9
ÆGIR 119 auk þess sannar með vottorði, að hann haíi staðist próf i gufuvjelafræði fyrir skipstjóra og stýrimenn við stýrimanna- skólann i Reykjavík, á kost á að fá við- aukaskírteini þessu til sönnunar hjá Stjórnarráði íslands. 12. gr. Rjett til að vera stýrimaður í utanlands- siglingum á íslensku verslunarskipi, eða í innanlandssiglingum á íslensku versl- unarskipi, sem er stærra en 300 lesta, hefur sá einn, sem fengið hefur stýri- mannsskýrteini í utanlandssiglingum. Sje um gufuskip að ræða, hefir sá einn rjett- inn, sem fengið hefur einnig skírteini það, er um getur í 11. gr. 13. gr. Sá einn getur öðlast stýrimannsskir- teini á verslunarskip í utanlandssigling- um, er: a. hefur eigi verið dæmdur fyrir nokk- urt það verk, er svívirðilegt er að almenniugsáliti; b. sannar, að sjón hanns sje svo full- komin, sem nauðsynleg er fyrir stýrimenn; c. staðist hefur hið almenna stýri- mannspróf við stýrimannaskólann í Reykjavik; d. hefur verið fullgildur háseti á versl- unarskipi, minst 18 mánuði, og af þeim tíma minst 12 mánuði í utan- landssiglingum, eða hefur verið 12 mánuði fullgildur háseti á fiskiveiða- skipi í utan- og innanlandssigling- um og 12 mánuði fullgildur háseti á verslunarskipi. V. kafli. Ákuœði ýmislegs eðlis. 14. gr. Ekkert íslenskt skip, sem stærra er en 30 lesta, má afgreiða frá nokkurri höfn hjer á landi, til ferða milli íslands og annara landa, eða í innanlandssiglingar, nema því að eins, að á því starfa, að minsta kosti einn stýrimaður auk skip- stjóra, og sje um verslunargufuskip að ræða, sem er meira en 300 lesta, skulu stýrimenn vera minst tveir. 15. gr. Þeir, sem fullnægja skilyrðum þeim, er sett eru hjer að framan, í 6., 8., 10. og 13. gr., eiga heimtingu á að fá skír- teini þau, sem þar eru talin. Skirteini þessi skal rita eftir fyrirmynd, er ráðherra Islands lætnr semja, og skulu þau gefin út af lögreglustjóra. Fyrir skipssjóraskírteini skal greiða 10 krónur, en stýrimannsskirteini 2 kr. og rennur hvortveggja i landssjóð. Nú vill einhver ekki hlíta úrskurði lögreglustjóra, um útgáfu skírteinis, og getur hann þá sent stjórnarráði íslands kæru sína, sem gerir út um málið, en þó helur kærandi óskertan rjett til að leita dómsúrskurðar. 16. gr. Þegar sjerstaklega stendur á og nauð- syn krefur, getur stjórnarráð íslands veitt undánþágu, en þó að eins frá liðnum b og c í 6. gr. og b í 8., e i 10. og d. i 13. gr. Þó má siglingartíminn aldrei vera minni er helmingur hins ákveðna tíma. 17. gr, Frá þeim tíma að lög þessi hafa öðl- ast gildi, skulu skipverjar sanna siglinga- tíma sinn með sjóferðabók, sem stjórnar- ráðið lætur semja og hverjum skipverja er skilt að fá hjá lögskráningarstjóra, fyrsta sinn sem hann er lögskráður á ís- lenskt skip eftir greindan tíma. Skal sjó- ferðabókin jafnan lögð fram, þegar sanna

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.