Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1916, Qupperneq 6

Ægir - 01.02.1916, Qupperneq 6
18 ÆGIR nægjuna með núgildandi vátryggingarlög kvað hann stafa at því, að sjómenn vildu fá að vátryggja sig hærra en lögin leyfðu, þætti útborgunin of lítil, ef dauða bæri að höndum. Þá vildu þeir og að sjó- menn væru jafnframt trygðir fyrir slys- um. Yfirleitt væru sjómenn ekki mót- fallnir að greiða hærri iðgjöld, enda væri það nauðsynlegt, ef útborganir ættu að hækka að nokkrum mun. En sjerstak- lega lagði hann áherslu á, að vátrygging- arskyldan yrði gerð almennari en nú á sjer stað, enda gætu iðgjöldin orðið því lægri í hlutfalli við útborgunina, sem íleiri vátrygðu sig. Eins og nú stæði, vátrygðu þeir einir sig, er í mestri hættu væru, en hinir drægu sig í hlje. Þannig væri mikill fjöldi manna, sem stundaði sjó að sumrinu á smábátum, einkum á Austfjörðum, sem allir væru óvátrygðir. Væru allir slíkir menn vátrygðir, mundi vátryggingarsjóðnum aukast drjúgum tekjur, en áhætta hans eigi aukast að sama skapi, með því slysfarir væru einna fátiðastar á þeim förum. Rá tók til máls Tryggvi Gunnarsson fyrv. bankastjóri. Skýrði hann frá hag vátryggingarsjóðsins og sýndi fram á, að hann væri eigi fær um hærri útborganir, ineð sömu iðgjöldum og nú eiga sjer stað. Frekar var hann mótfallinn skyldu- vátryggingu, bjóst við, að hún mundi verða mjög óvinsæl. Hefði stjórn vá- tryggingarsjóðsins borist brjef úr ýmsum úttum, um það, að mönnum þætti, jafn- vel núgildandi iðgjöld of há. Hefðu þeir jafnvel í hótunum að hætta með öllu að fara á sjó, ef þeir yrðu þvingaðir til að greiða slík gjöld. Edilon Grímsson var á hkri skoðun og Tryggvi, að skylduvótrygging mundi verða óvinsæl. Hins vegar taldi hann mikla nauðsyn ó, að aukið væri eftirlit með útbúnaði vjelabáta, og helst að skip- aður 3rrði eftirlitsmaður fyrir alt land með úrskurðarvaldi. Matthias Ólafsson áleit, að eigi hjálp- aði að horfa í það, þótt slík lög yrðu óvinsæl. Ef menn ljetu eigi að áminn- ingum, væri enginn annar kostur, en að neyða þá með lögum, þótt leitt væri að til þess þyrfli að taka. Kvaðst á sama máli og Edilon Grímsson um það, að nauðsynlegt væri að sldpaður yrði eftir- litsmaður með útbúnaði skipa fyrir alt landið, en vátryggingin væri jafn nauð- synleg fyrir því. Gott eftirlit drægi að- eins úr áhættu vátryggingarsjóðsins, en kæmi aldrei með öllu í veg fyrir slys. Sveinn Guðmundsson kvað nauðsyn- legt að tryggingin yrði almenn fyrir alla er sjó stunda, hvort heldur væri um stuttan eða langan tima. Kvaðst ekki leggja svo mikla áherslu á hækkun ið- gjalda og útborgunar, þótt hann kysi það heldur. Sjer þætti mest undir þvi komið, að enginn færist í sjó svo að hann yrði ekki bættur. Taldi óhæfilegt að ekki væri tveir vjel- sljórar með hverjum bát. Þá tók til máls Þorsteinn Gíslason frá Meiðastöðum í Garði, sem mættur var sem fulltrúi fiskifjelag'sdeildar Gerða- hrepps. Kvað hann það venju i sinni sveit, að fiskimenn væri að eins vátrygðir á velr- arvertið, eða sem næst frá miðjum febr. til miðs maímánaðar um 13—14 vikur, á öllum öðrum timum ársins væri þeir óvátrygðir og væri þar þó sóttur sjór árið um kring. Álitur það vanhugsað að vátryggja sjómenn að eins þennan stutta tíma. Hyggur að tiltækilegt væri að hafa ið- gjaldið nokkru lægra að sumrinu. Telur skylduvátrygging óhjákvæmilega þar sem við slikan hugsunarhátt sje að etja að menn vilji ekld, af frjálsum vilja,

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.