Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1916, Síða 7

Ægir - 01.02.1916, Síða 7
ÆGIR 19 leita við að sjá fjölskyldum sinum borg- ið, eftir sinn dag. Þorsteinn J. Sveinsson kvað það eigi svo mjög lögunum að kenna hve margir væri övátrygðir hjer á landi, heldur fram- kvæmd þeirra. Flutti hann alllanga og fróðlega tölu um vátryggingu sjómanna °g verkalýðs i Þýskalandi og Danmörku. Nokkrar umræður urðu um það, hvort eðlilegt væri að útgerðarmenn borguðu nokkuð af iðgjaldinu svo sem nú tíðk- ast, eða ekki. Voru skoðanir manna skiftar um það efni, en íleiri hölluðust að því, að rjett mundi vera að halda því ákvæði gildandi laga, að einhverju leyti. Klukkan var nú orðin 1 og stóð þá forseti upp og þakkaði fundarmönnum iyrir rækilegar umræður. Var þá eigi íleira tekið fyrir og sagði því fundarstjóri fundi slitið. Skýrsla til stjórnar Fískifélags íslands frá erindreka Fiskifélagsins erlendis. Við árslok 1915. Samkvæmt erindisbrjefinu her mjer að senda skýrslu til Stjórnarráðsins og stjórn- ar Fiskifélagsins við lok ársins, en þar sem jeg með skýrslu þeirri sem birt var i júlí síðastl. og ársfjórðungsskýrslu dags. 5. okt., hefi nokkurn vegin skýrt frá því helsta er telja mátti að hafa þýðingu fyr- ir fjelagið, þá vísa jeg til þeirra skýrslna og ber því að skoða þessa sem áfram- hald af þeim og því allar í heild sinni sem ársskýrslu. Þó vil jeg að þessu sinni fara nokkuð itarlegar út i viðburði ársins yfir höfuð. Árið 1915 sem nú er liðið, hefur verið eítt hið sorglegasta ár, sem komið hefur í sögu mannkynsins. Það hefur hvernig sem á það er litið, gefið tilefni til alvar- legrar ihugunar, bæði fyrir þá, sem taka þátt í þeim hildarleik sem yfir stendur, og eins fyrir þá sem ekkert eru við hann riðnir, en aðeins heyra daglega skýrt frá viðburðunum. Daglega eykst ábyrgðin gagnvart eftirkomandi kynslóðum, því þær munu á sínum tíma verða að bera byrðarnar og gjalda fyrir syndir feðranna. Norðurálfan — miðstöð menningarinn- ar — hefur orðið óð. Mikið af því, sem margra ára iðjusemi og hugvit hefur bygt, er nú rifið niður til grunna, auk þess sem vitsmunir og vísindi eru nú notuð í þjónustu eyðileggingarinnar. Blóðið flýt- ur í straumum, ræktaðar ekrur og aldin- garðar er gjört að eyðimörkum og skot- gryfjum, hallir, kirkjur og skólar að sjúkrahúsum, og verksmiðjur og skipa- kvíar að hergagnasmiðjum. Stjórnirnar kalla á íleiri menn til vígvallarins og heimta meira púður og kúlur. Æðið breiðist út, verður tryltara, enginn sjer fyrir endann. Svona er útlilið við árs- lokin 1915. — Það er borgaraslyrjöld í heiminum, sturlungaöldin endurtekur sig nú eftir nærfelt 700 ár, miklu ógurlegri en áður, þvi hjer er það helmingur hins mentaða heims, sem nú er að vígum. Öll verslun og samgöngur hafa farið á ringulreið og sumpart alveg stoppað. Norðurálfan 'hefur staðið á vígvellinum — að undanteknum ystu annesjum, Spán- arskaganum, Norðurlöndum og íslandi — og öll venjuleg störf því verið van- rækt. Arður af vinnunni — peningarnir — hafa því skift um stað, þeir hafa minkað á ófriðarstöðvunum og halda áfram að streyma þaðan meðan ófriðurinn stendur, til þeirra er framleiða eins og áður,

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.