Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1916, Síða 8

Ægir - 01.02.1916, Síða 8
20 ÆGIR Undir þessum óvenjulegu kringum- stæðum sem þessi heimsói'riður hefur valdið, hafa hin hlutlausu lönd og þar á meðal ísland, haft óvæntan ávinning. Þó tekið sje tillit til þess, að allar nauð- synjar eru miklu dýrari nú en áður, þá er það engum vafa undirorpið, að þessi lönd eru miklu ríkari nú en þau voru fyrir ári síðan. En menn mega ekki gleyma því, að einhvern tíma kemur að skuldadögunum, þvi þegar loksins friður kemst á, og þjóðirnar eru orðnar örmagna en eiga að fara borga vexti af hinum ógurlegu lánum og skuldafúlgum, sem þær hafa orðið að setja sig i, til þess að standa straum af ófriðnum, þá kemur það einn- ig niður á okkur og öðrum hlutlausum framleiðendum, er óbeinlinis á margan hátt verða að taka þátt í slíkum greiðsl- um. En fyrst um sinn litur ekki út fyrir breytingu á ófriðnum. Englendingar, þessir miklu peningamenn, sem hingað til hafa verið taldir forráðamenn aðal gullbirgða heimsins, taka nú lán á lán ofan og leggja á þunga skatla til að koma mótstöðumönnum á knje, og svara hinir á sama hátt og láta í veðri vaka, að enskt gull hrökkvi lítið til að halda ófriðnum áfram uns þessir hafa sigrað, eða með umsáturstefnu sinni geta svelt Þýskaland inni. Þýski fjármálaráðherrann hefur nú fyr- ir nokkru skýrt frá því, að nú væru Þjóðverjar búnir að taka 40 miljarða ríkismörk að láni, sem sé tvöfalt verð allra járnbrauta rikisins. Samantalin út- gjöld liernaðarþjóðanna eru, eftir því sem hann einnig skýrði frá, aukin úr 300 til 330 miljónir marka á dag i bein útgjöld. Ef maður tekur hina lægri tölu, verður þetla i IV2 ár, sem stríðið hefur staðið, 102 miljarðar mörk. íbúar jarðarinnar eru taldir að vera 1664 miljónir manna, og yrði þetta því 100 rnörk á hvern mann. Ofan á þetta bætast allar hörm- ungarnar, hin fádæma eyðilegging á mannslifum og fjármunum sem ófriður- inn hefur í för með sjer. Mann svimar, enginn reikningsmeislari getur í tölum talið útgjöldin eða afleiðingarnar. Þær hljóta líka að verða skelfilegar. Eyðslan er mikil og afleiðingarnar engu minni. Eftirspurnin heldur áfram. En verðið takmarkast af getu kaupendanna, en eftir þvi sem hún minkar og pening- ar þeirra falla i vei'ði, við það harðnar öll viðskiftavelta og verður örðugri sem lengur líður. Aðal kaupendur i verslun- arheiminum eru herðnaðarþjóðirnar, sem árum saman hafa sparað og safnað fje, en þótt af miklu sje að taka, þá hljóta þeir timar að vera í nánd, að fje bresti og seljendurnir fái ekki það fyrir vöru sína sem þeir þurfa, þar sem kostnaður við framleiðsluna minkar ekki að sama skapi sem gjaldþolið þverr. íslendingar framleiða nærfelt eingöngu nauðsynjar til fæðu og klæðnaðar, en þótt svo sje, og að slikar vörur fái ávalt nóga kaupendur á heimsmarkaðinum, þá er þó verslun okkar sömu lögum háð og annara, að verð framleiðslunnar skap- ast mikið af gjaldþoli þeirra sem vöruna þui’fa að nota. Fáum orðutn vil jeg fara um verslun og verslunarhorfur og taka til saman- burðar byrjun ársins 1915. Opinberar skýrslur verða ekki hafðar til hliðsjónar að svo stöddu, með því að þær verða ekki birtar fyrr en síðar. Verðgildi peninga. Gangverð peninga á heimsmarkaðinum sýnir að miklu leyti hag og ástand hinna einstöku þjóða, eða er mælikvarði fyrir þvi, hvað miklar birgðir þær liggja inni með eða eignir

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.