Ægir - 01.02.1916, Blaðsíða 9
ÆGIR
21
erlendis. Þurfi þjóðirnar að kaupa meiri
vörur en þær geta flutt ut aftur á móti,
fellur gjaldmiðillinn í verði, og ef grípa
Þai'f aukinna seðla, getur slíkur verð-
miðill fállið mjög mikið og jafnvel orðið
litils virði, ef ekki er jafn harðan gull
sent til innlausnar.
Gildi peninga viö árs-
lok 1914. Reiknað í kr.
® sterling 19,20
100 mörk 73,35
100 frankar 77,50
100 florin 150,00
100 doll.Am. 404,00
Gildi peninga við árs-
lok 1915. Reiknað í kr.
® sterling 17,30
100 mörk 68,50
100 frankar 63,50
100 florin 104,50
100 doll.Am. 375,00
Engum getum skal að þvi leitt, hvað
mikið þetta kann að breytast á yfirstand-
andi ári, en haldi ófriðnum áfram, má
buast við að peningar ófriðarþjóðanna
lækki enn þá meir.
Flutningsgjöld. Þegar litið er til baka
til hins liðna árs, þá vekur það undrun
hve geysimikil hækkun hefur orðið á öll-
um flutningsgjöidum á sjó; þau hafa
aldrei orðið svo há áður. Hvort þau
verða ennþá hærri 1916, er ekki víst,
en mjög mikil líkindi eru þó til þess.
í byrjun ársins var tiltölulega ódýrt
að kaupa flutning á vörum, en brátt steig
verðið og hefur haldið áfram með hröð-
um fetum siðan. Þegar ófriðurinn skall
á, hættu flutningar með þýzkum og aust-
urriskum skipum. Vöruflutningaskipum
var sökt, og stjórnir rikanna tóku fleiri
og íleiri skip í eigin þjónustu til flutn-
inga á öllum þeim miklu liðsmannaflutn-
ingum, vopnum og öðrum útbúnaði, er
þau þurftu til hernaðarins og þurfa enn.
Nokkru seinna voru grísk skip stoppuð
og eru að sumu leyti ennþá. Seint á
árinu teptist innsigling um Panamaskurð-
inn og Suezskurðurinn var minna og
minna notaður, og í stað þess farin hin
langa leið suður fyrir Afríku. Afgreiðsla
á skipunum varð einnig ógreiðari og tók
lengri tíma, þar sem sldp urðu jafnvel
að liggja mánuðum saman til að ferma
og aflerma. Lengri tími til flutnings á
ýmsum vörum svo sem korni, hefir einn-
ig slæmar afleiðingar, t. d. var áður flutt
mikið af korni frá Austursjónum, en
verður nú að sækja til fjærliggjandi staða.
Frakkland þarf nú lika miklar birgðir
af kolum frá Englandi er það ekki þurfti
áður. Við þetta bætist lika, að um 200
gufuskip liggja innifrosin og aðgjörðar-
laus uppi í Hvítahafinu og Botniskafló-
anum. Það er því ekki undarlegt, að
öllu athuguðu, þótt flutningsgjöld og þar
af leiðandi verð á skipum sé hækkandi
og haldi áfram að hækka meðan ófrið-
urinn heldur áfram og ástæður breytast
ekki frá því sem nú á sjer stað.
Fáar þjóðir hafa jafn slæma aðstöðu
sem íslendingar, hvað viðvíkur hinum
síhækkandi ílutningsgjöldum, þar sem
þeir sjálfir hafa engin flutningaskip, en
verða að flytja að frá landinu svo mikla
þungavöru; en þetta mun þó — í sam-
bandi við Eimskipafjelagið, er svo heppi-
lega hefur byrjað — gefa ærið tilefni til
framtakssemi síðar.
Sykurmarkaðurinn, um liann eru ekki
fyrirliggjandi neinar nýjar upplýsingar.
Þess ber þó að gela að hið prússneska
landbúnaðarráðaneyti hefur sent áskor-
un til bænda um að auka sykurræktina
vegna þess að byrgðir þær sem fyrir-
liggjandi eru á Þýskalandi muni aðeins
endast til haustsins.
Járn og stál lækkandi i verði. Eftir-
spurn eftir járni til skipabygginga hefur
aukist mikið einkum frá Norðurlöndum
svo bæði þýsk og eins ensk járnflrma
hafa hækkað verðið á skipsplötum. Járn
i stöngum og beygt járn til skipabygg-
stöðugt hækkandi. Skipsplötur seldar i
Glasgow £ 11-