Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1916, Síða 13

Ægir - 01.02.1916, Síða 13
ÆGIR 25 starfsemi i þeim löndum er taka þátt í stríðinu, að árangursvænlegra er að dvelja i hlutlausu landi. I byrjun nóv. síðastl. flutti jeg til Dan- merkur, og mun dvelja þar og annar- staðar á Norðurlöndum vetrarlangt. Erjef til min má senda sem áður til skrifstof- unnar í Liverpool eða Bredgade 6 Kaup- mannahöfn. Kaupmannahöfn. 5. jan. 191(3. Virðingarfylst. Matth. Pórðarson. Til stjórnar Fiskifjelags íslands. Skiptapar og manntjón. hjer við Iand á síðustu 5 árum við flskiveiðar. Eftir Edilon Grimsson. Það hefur lengi verið talið tilfmnan- legt, það mikla manntjón, sem átt hefur sjer stað hjer umhveríis landið við fiski- veiðar. Margir tugir manna sem drukn- að hafa árlega, og það litið sem reynt hefur verið til að draga úr þessum mikla manndauða, virðist að hafa verið gagns- lítið. Sá sem fyrstur varð til að hreyfa hjer við bjargráðum við sjóslysum, var hr. Oddur sál. Gíslason, þá prestur í Grinda- vík, bæði ritaði talsvert um málið og ferðaðist nokkuð umhverfis landið til að hvetja menn og brýna fyrir mönnum að nota þessi bjargráð sín, sem hann áleit að gætu komið að talsverðu liði, ef vel væru notuð. En þetta virtist að bera lítinn árangur. Margir víst lika sem Ijetu þessai ráðleggingar eins og vind um eyrun þjóta. Þetta varð samt til þess að koma hreyfingu á þetta mál og hefur talsvert verið bæði rætt og ritað um þetta bjargráðamál á síðustu árum. En þess sjást lítil merki að það hafi borið nokkurn árangur, því árlega fer fjöldi manna í sjóinn. Það var talið spor i áttina til að minka stysin hjer sunnan lands, þegar farið var að kaupa stóru kúttarana frá Englandi. Menn töldu að mikið minni hætta væri búin á þeim en smáskipunum eða opnu bátunum, enda þólt lengra væri sótt. Hjer hafði líka um nokkur ár verið tals- verð útgerð á minni þilskipum og ekki orðið mikið slys af þeim. En þetta fór á annan veg, aldrei meira manntjón en af stóru kútterunum, sem eðlilegt var úr þvi skipin fórust, þar sem var um og yfir 20 manns á hverju skipi. — Jeg ætla ekki að rekja orsakir til slysanna af þess- um skipum hjer sunnanlands, þar sem þær voru nú eða gálu verið margar, en eftir atvikum máske allar eðlilegar. Nú hefur frá Suðurlandi minkað mikið þilskipaútgerðin, ekki nema örfá seglskip, eillhvað um 20, sem nú stunda fiski- veiðar frá Faxaílóa, urðu hjer flest um 60. Nú er orðið mikið strangara eftirlit en áður var með að skipin sjeu traustbygð og að öllu leyti vel út búin, svo menn verða að vona, að það létti nú að miklu af þeim stórslysum sem af þessnm skip- um hafa orðið, ekki heldur farist hjeðan nema eitt skip á síðustu 5 árum og af öðru druknuðu 14 menn vegna árekst- urs. Á Vestur- og Norðurlandi verður þvi miður ekki sagt það jsama. Þar hafa á þessum síðuslu 5 árum farist 5 skip, eða að meðaltali eitt á ári. En alt hafa það verið smá skip, 10 manns að meðaltali

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.