Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1916, Qupperneq 14

Ægir - 01.02.1916, Qupperneq 14
26 ÆGIR á hverju, svo manntjónið af þeim hefur ekki orðið eins tilfinnanlegt eins og af stærri skipunum þegar þau fórust. Á þessum 5 árum sem jeg hef náð skýrslum yfir, þó ekki vel ábyggilegum, þ. e. 1910—1914 hafa druknað af segl- skipum 105 menn og 4 menn af togar- anum »Skúla«, sem sökk í Norðursjón- um við árekstur á sprengidufl. Það er samtals druknað af þilskipum hjer við land, 113 menn á 5 árum. Þó ekki hafi farist nema 7 skip og áttunda skipið »Hekla«, sem kom frá útlöndum og' 5 menn druknuðu af. Það hefur tekið marga menn út af skipunum á þessum tima, en talan er þetta. Á Yestfjörðum og eins Norðurlandi, er meiri hætta að skiptöpum lélti ekki af með öllu, þar eru alt smá skip og langt sótt á þeim oft, og framan af vori voða hörð veður, með blyndkafaldi sem oft koma þar, þá fer stundum svo, að skipin ætla ekki að afbera þann sjó, sem verður að leggja þau í, því þar er oft ekki vogandi að leggja skipum á rek, vegna íshættu, þá ekki annað úrræði en að leyta til lands og það er á þeirri leið, sem skipin vanalega farast. Stunduin þjett við landið þegar svo mikið dimm- viðri er, að ekkert sjer frá landi, eins og oft er, bæði við Hornstrandir og eins suður með öllum Vestfjörðum. Þó held jeg að nokkuð gæti minkað skiptapana þar, ef strangt eftirlit væri haft með að skipin væru traust og allur útbúnaður i góðu standi. Þessu var fremur ábóta- vant á Vestur landi á sumum stöðum, i það minsta meðan jeg þekti til; má vera að nú sje það mikið betra. í stað þilskipanna á Suðurlandi, er kominn álillegur íloti af »Togurum« og verða menn að telja það öruggustu skip- in fyrir líf manna, enda orðið mjög lítil slys af þeim, þessi ár, siðan sú útgerð byrjaði. En þetta eru svo dýr skip, að þeim getur ekki fjölgað alment nema mjög hægt og að hepnin sje með, svo fjöldi manna verður að sækja sjó eins og áður á smáskipum, og þá taka við vjelabátarnir eða vjelabáta útgerðin, nú er hún talin að vera framtiðarspursmál- ið, næst »Togurunum«, og ef hún hepn- ast, eru miklar líkur til, að á mörgnm stöðum leggist niður að mestu útgerð á árabátum. Nú alment farið að hafa vjelabátana mikið stærri og sterkbygðari en áður, svo maður verður að vona, að þetta styðji heldur að þvi, að minka þau miklu slys sem af þeim hafa orðið á siðustu árum. Á þessum 5 árum þ. e. 1910—1914 hafa farist með öllu 17 vjela- bátar og af þeim druknað 86 menn, 3 bátar strandað sem mannbjörg hefur orðið. Af árabátum hafa druknað á sama tíma 80 menn. Samtals hafa druknað á þessum 5 árum 279 manns. Þetta er stórkostlegt og sorglegt. Þetla getur ekki gengið. Þessi miklu slys og manntjón af vjelabátunum er alvarlegt umhugsunarefni og það þvi fremur sem þeim fjölgar og menn gera sjer miklar vonir um að þetta verði aðal framtiðar- útgerðin, 20 bátar að farast á 5 árum og 86 manns að drukna af þeim. Þetta er voðalegt ef slíku heldur áfram eftir þvi sem bátunum fjölgar. Það þurfa allir að leggjast á eitt, að reyna að ráða ein- hverja bót á þessu, og vil jeg með nokkr- um orðum láta skoðun mína i ljósi hvað gera mætti til að draga eitthvað svo lítið úr þessu mikla manntjóni. Vjelabátaslysin hafa náð yfir alt land, þar sem vjelabátaútgerð er. Hafa orðið einna minst á Norðurlandi. En á Aust- fjörðum, Vestmannaeyjum og Vesturlandi mjög líkt i hlutfalli við bátafjöldann. Orsakir til slysanna af þeim eru marg-

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.