Ægir - 01.11.1917, Qupperneq 6
158
ÆGIR
æsku að nota vel timann og því að eins
kom hann svo miklu i framkvæmd á
æfi sinni sem raun gaf vitni, að hann
liélt ávalt uppteknum hætti, að vera sí-
starfandi og að vera hagsýnn um störf
sín.
Til 14 ára aldurs ólst hann upp i
Laufási. Þá fór hann til móðurbróður
síns, Ólafs timburmeistara Briem á Grund,
til smíðanáms og dvaldist þar að mestu
til I6V2 árs aldurs, en þá fékk hann
sveinsbréf. Var hann nú við smíðar
liingað og þangað, en til heimilis í Lauf-
ási. Þá var síra Björn Halldórsson orð-
inn aðstoðarprestur síra Gunnars og voru
þeir alla æíl mestu vinir síra Björn og
Tryggvi.
Á 17 ára afmælisdegi Tiyggva var
hann við smíðar heim í Laufási. Kom
síra Björn þá iil hans og ílutti honum
ljóðabréf er var 17 visur. Var bju'jað á
fæðing hans og rakin sagan, en síðasta
vísan er svona:
Hérna eg brýt við blað
Bara eg segi það:
Svona’ er hann sautján vetra,
seinna verður þó betra.
Síra Gunnar dó árið 1853, en ekkjan
hafði búið næsta ár og var Tryggvi fyrir
búinu. Og fyrsta búskaparár síra Bjarn-
ar, er við tók í Laufási, var Tryggvi
ráðsmaður hans.
Næstu árin þar á eftir átti Tryggvi
heimili á Hálsi í Fnjóskadal, en þá var
móðir hans gift, í annað sinn, sira Þor-
steini Pálssyni á Hálsi. Þau árin vann
hann mjög að smíðum.
Bóndinn.
Árið 1959 gekk Tryggvi að eiga Hall-
dóru dóttur síra Þorsteins á Hálsi og
sama ár reistu þau bú á Hallgilsstöðum.
Halldóra var gáfuð og góð kona og vel
að sér um marga hluti, en átti við mikla
vanheilsu að striða. Lá hún rúmföst svo
lengi að samtals mundi það jafn og hálf-
ur hjónabandstími þeirra og andaðist í
Kaupmannahöfn 7. marz 1875.
Hallgilsstaðir eru heldur lítil jörð og
hafði Tryggvi því lengst af undir parta
af tveim næstu jörðum: Fornastöðum og
Veisuseli, enda hafði hann stórt bú, oft-
ast 400—500 sauðfjár. Var hinn mesti
myndarbragur á búskapnum í alla staði.
Á fjórum fyrstu búskaparárunum bygði
hann upp allan bæinn og öll penings-
hús. Voru þar öll verk unnin af mesta
dugnaði og hagsýni, enda ukust nú efn-
in og bar heimilið skjótt af öðrum í
dalnum.
Árið 1863 fór Tryggvi utan með konu
sína, til þess að leita henni heilsubótar,
en Eggert bróðir hans var fyrir búinu.
Þá fékk hann 500 ríkisdala styrk til þess
að fara til Noregs, í þvi skyni að kynna
sér búnaðarhætti þar. Hafði Pétur Haf-
stein amtmaður þá i ráði að stofna fyr-
irmyndarbú á Möðruvöllum i Hörgárdal
og átti Tryggvi þá að veita því forstöðu.
Dvaldist Tryggvi alllengi i Noregi, var á
búnaðarskólannm i Ási og nam ostagerð
i seljum í Guðbrandsdal og ferðaðist um
landið. Þegar hann kom þaðan átti hann
kost á að ferðast í sömu erindum til
Skotlands, en kaus heldur að hverfa
heim.
Þegar heim kom var öll ráðagerð hætt
um búið á Möðruvöllum og settist Tryggvi
því aftur á Hallgilsstaði.
Förin til Noregs varð þó sízt árang-
urslaus. Má telja víst að mjög hafl við
hana vaknað hugur Tryggva um ýmsar
nauðsynlegar framkvæmdir í húnaði og
öðru, er hann sá hversu mjög Norðmenn
stóðu íslendingum framar um marga
hluti. Frásaga hans sjálfs um Noregs-
ferðina er enn til og ber þess ljósastan