Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1917, Page 7

Ægir - 01.11.1917, Page 7
ÆGÍ R 159 vottinn, hve alt sem liann sá vakti hjá honum hugsunina um það hvað gera mætti heima. Þá var fyrir skömmu stofnað búnað- arfélag Suður-Þingeyinga. Eftir að heim kom úr utanförinni varð Tryggvi lífið og sálin í þeim félagsskap og formaður félagsins frá 1866 og þangað til hann fór alfarinn úr sýslunni. í þeim félagsskáp bar margt á góma, það er til þjóðþrifa horfði, enda var þá mikið mannval góðra manna i Suður-Þingeyjarsýslu. Ivomust þau mál mörg siðar í framkvæmd, sem í þeim félagskap voru rædd, t. d. brúin á Skjálfandafljóti, verzlunarsamtök og Þjóðvinafélagið. Hreppstjóri í Fnjóskadal var Tryggvi i þrjú ár. Lenti þá í allmiklum deilum milli þeirra máganna, Tryggva og Péturs amt- manns. Róstusamt og tíðindasamt var í Fnjóskadal um þær mundir, en sú saga verður ekki freker rakin hér. Á Hallgilsstöðum var lítill bæjarlækur. Tryggvi notaði vatnsaflið til þess að mala korn, en hann vildi hafa lækjarins meiri not, en vatnið var lítið. Þá fann Tr)rggvi upp nýja aðferð um að nota vatnsaflið og fékk nú miklu meira afl nothæft úr læknum, Hann lét nú lækinn vinna margt fyrir sig. Hann malaði kornið eins og áður, og ennfremur sigtaði hann mjöl- ið, strokkaði smjörið, sneri hverfisteini, skar tóbak og hreyfði vefstól til að vefa voðir o. fl. smávegis. Rreiddist þessi að- ferð nokkuð út um næstu sveitir. En er Tryggva naut ekki lengur við um að smiða og ganga frá vélunum varð minna úr almennri notkun þessa, en ella hefði prðið. Einar umboðsmaður Stefánsson bjó á Reynistað í Skagafirði um þessar mund- ir. Hann vildi hætta að búa, en vildi fá hina mikln og góðu jörð í þess manns hendur, sem kunni með að fara. Hann hafði spurt að Tryggvi væri meðal efni- legustu bænda á Norðurlandi, en hefði litla bújörð. Einar reið því norður í Fnjóskadal í ársbyrjun árið 1871 á fund Tryggva. Rauð liann Tryggva Reynistað, hvort heldur væri til ábúðar eða kaups. Þótti Tryggva að vísu hart að fara frá Hallgilsstöðum, þar eð hann hafði búið svo vel um sig, en Reynistaður er ein- hver mesta og bezta jörð á Norðurlandi Varð það úr að Tryggi reið með Einari, til þess að skoða jörðina. Það átti þó ekki fyrir honum að liggja að verða stórbóndi á Reynistað. Þegar þeir félagar komu til Akurej'rar á leiðinni til Skaga- fjarðar, stóð þar yfir fundur í Gránufé- laginu og skyldi kjósa kaupstjóra þess. Lögðu bændur þá svo fast að Tryggva að gerast kaupstjóri og sögðu að félags- skapurinn myndi að engu verða, tækist hann ekki þann vanda á herðar, að Tryggvi afréð að verða við ósk þeirra og var þar með lokið kaupum á Reynistað og öllum búskap. Kaupstjórinn. Það var ekki ófyrirsynju að bændur leituðu til Tryggva um forystu Gránufé- lagsins, þótt hann hefði næstu árin und- anfarin verið bóndi. Tryggvi hafði sýnt það áður, að hann hafði eigi síður hæfi- leika til þess að reka verzlun. Um og eflir miðja öldin siðastliðnu voru mestu góðæri'á Norðurlandi. Rænd- ur stækkuðu bú sín og sjáfarútvegur var stundaður af kappi með góðum árangri. Verzlun var og sæmileg til ársins 1857. En á næsta ári breytti til um verzlun og vildu nú kaupmenn ekki gefa nærri eins gott verð fyrir innlendar vörur og' út- lendar vörur stigu í verði. En þær fréttir komu af Suðurlandi að vöruverð væri

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.