Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1917, Qupperneq 9

Ægir - 01.11.1917, Qupperneq 9
ÆGIR 1G1 kunni saltfisksverkun, til þess að kenna Eyfirðingum að verka fiskínn. Því næst flutti hann salt til Norður- og Austur- lands og seldi með miklu vægara verði en áður þektist. Hann lét reisa »salthús« víða um Norður- og Austurlaud, svo menn' ættu hægt með að ná saltinu og svo gaf hann ágætt verð fyrir fiskinn. Brá svo skjótt við, að árin 1880 voru flutt út frá Norðurlandi 2700 skippund af saltfiski og árið 1883 5450 skippund. Liggur það i augum uppi hversu farsælt þetta verk var. Lvsi var ein aðalútflutningsvaran um þessar mundir, þvi að hákarlaveiðar voru þá mjög stundaðar við Eyjafjörð. En ail- ar aðferðir við bræðsluna voru mjög ó- fullkomnar og varan þess vegna slæm, minni en ella hefði verið og i lágu verði. Með miklum kostuaði, við spott og hlátur kaupmanna, við vantrú félags- manna, kom Tryggvi á stað gufubræðslu á lýsi. Ivaupmenn hlógu stutta stund og félagsmnnn sldftu fljótt skapi, því að nýja aðferðin hafði stórkostlega yfirburði yfir hina gömlu. Varan varð bæði meiri og miklu hetri og steig mjög í verði. Komst hún skjótt í álit á erlendum markaði og hlaut hæstu verðlaun á sýn- ingum í Kaupmannahöfn og i Edinborg. Það var því ekki einungis að verzlun- in batnaði, heldur hratt Tryggvi hinum mestu þarfamálum i framkvæmd um vezlun á kaupstjóraárum sinum, kom nýjum vörnm á markað og stuðlaði að vöruvöndun. Verður hér þó minzt af þvi talið sem hann kom í framkvæmd. — En vegur Tryggva (iunnarssonar var á þessum árum meiri en nokkurs manns annars á öllu Norður- og Austurlandi, hann var átrúnaðargoð manna um allar þær sveitir og að fylstu maklegleikum. Þingsæti hefði hann t. d. átt vist í öll- um þeim sýslum, hver sem í boði var á móti. Manndómsárin var Tryggvi Gunnars- son i þjónnstu Gránufélagsins, frá 1871 til 1893. Enginn íslendingur hefir verið trúrri þjónn i verzlunarstjórastöðu og ráðvandari. Þótt ekkert sé litið á fram- kvæmdirnar, þá er Tryggvi Gunnarsson af því einu leyti meðal hinna ágætuslu og fágætustu þjóna. Smiðurinn. »Mín mesta skemtun var búskapur og smiðar«, segir Tryggvi í æfisögubroti sínu 1888, þess vegna sá hann eftir að verða kaupstjóri Gránnfélagsins. En hann hafði svo mikla ánægju og áhuga á smiði að hann lagði það aldrei á hill- una. Tryggvi Gunnarsson hefir verið með afbrigðum náttúruhagur, verkhygginn og jafnvel hugvitsmaður. Smíðarnar urðu honum ekki annað en aukastarf, en það sem hann afkastaði á því sviði er engu að síður svo mikið að íurðu gegnir og væri sá ekki kallaður meðalmaður sem hefði haft þau störf að aðalstarfi. Árin áður en hann fór að búa voru smiðarnar aðalstarfið og árin sem hann var bóndi, annað aðalstarfið. Hann hafði þá löngum marga sveina í smíðanámi á Hallgilsstöðum og viðaraðdrættirnir voru þá ekkert smáræði. Á vetrum var smíð- að alt sem að gagni mátti verða, en mestu verkin úm þessar mundir voru kirkjusmíði og skipasmíði. Tryggvi smíðaði kirkju i Laufási og Hálsi i Fnjóskadal og gerði sjálfur teikn- ingarnar. Mikið orð fór af því hversu fljótt og vel hann leysti smíðið af hendi og eru húsin bæði hin prýðilegustu. Skipasmiði stundaði hann og allmikið. Var það verk frægast, er hann keypti

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.