Ægir - 01.11.1917, Qupperneq 17
ÆGIR
169
inni og var þar jafnan gleði mikil og
fjölmenni. Sóltu iandar mjög á fund
Tryggva, um ráð og fjárstyrk, enda var
ekki komið að tómum kofunum, þvi að
Tryggvi var hinn örlátasti um að styrkja
unga námsmenn. Þótti honum á siðan
gott til þess að hugsa, að hafa gelað stutt
marga þá menn sem nú eru nýtastir
taldir með þjóðinni, en aðrir voru þeir
er litt lannuðu honum hjálp og stuðning
Er það á fárra vilorði i hve afarstórnm
stil Tryggvi rétti öðrum bjálparhönd um
æfina.
Elckert var Tryggva ver við en letina.
Rá var hann beiskyrtur, er hann minlist
letingja og þeirra manna sem svikust
um við vinnu sína, enda voru ekki aðr-
ir menn til er andstæðari voru skupi
hans. Sæi hann hið gagnstæða stóð ekki
á lofi og launum. Svo var t. d. í sumar
sem leið, að menn fluttu kol heim á
heimili Tryggva. Hann horfði á vinnu-
hrögð þeirra um stund og fanst til um
hvað þeir unnu vel. Rví næst borgaði
hann þeim fyrir vinnu þeirra og gaf
þeim svo krónu hvorum að auki: »fyrir
ánægjuna að horfa á ykkur vinna«.
Tryggvi hafði miklar mætur á Ung-
mennafélögunum og vildi hjálpa þeim í
starfi þeirra. Hann valdi þeim virðulega
en viturlega gjöf. Hann gaf þeim ekki
fé, heldur verkefni. Árið 1911 gaf hann
Þrastaskóg i Grimsnesi við Sogið og hef-
ir ekki annar maður gefið þeim félögum
fegurri gjöf.
Tryggvi fylgdist vel með þeirri stefnu
sem ílutt hefir verið í þessu blaði. Hon-
urn var það ljóst að hér var á loflihald-
ið því merki sem hann sjálfur hóf hátt
á fyrri árum sínum. Og hann vissi hitt
lika, að hér er verið að vinna á sama
liátt og hann vann alla æfi sína: fyrir
heildina, án þess að láta eiginhagsmuni
sitja í fýrirrúmi. Hann óskaði þess oft
að hann væri tvitugur en ekki áttræður. '
Starfsþráin var svo mikil. Hann lét það
skýrt í ljós, að ef hann hefði verið á
nngra aldri þá hefði hann fylt þann
ílokkinn sem stendur að Timanum.
Sæmdir voru Tryggva Gunnarssyni
margar sýndar um dagana. Vinsældir
hans voru mildar, enda kom það fram
í samsætum þeim er honum liafa verið
haldin. Heiðursmerki hafa honum hlotn-
ast ileiri en ílestum, en þau verða ekki
talin hér.
Tryggva varð ekki barna auðið með
konu sinni. Fósturdóttir þeirra var Val-
gerður Jónsdóttir er giftist Þórhalli bisk-
upi Bjarnarsyni.
Tryggvi andaðist þrem stundarfjórðung-
um eftir miðnætti, aðfaranótt sunnudags
21. október og hafði þá nýlega fylt 82.
aldursárið.
»Tíminn«.
Það hefir verið minst hér að framan
nokkuð á hin heillariku afskifti Tryggva
sál. af sjávarútveginum, þeirri hlið lians
sem snertir fiskiveiðarnar. — Það var og
í fullu samræmi við þá starfsemi hans,
að hann var í stjórn Fiskifélags íslands
frá stofnun þess til hins síðasta. Sömu-
leiðis var hann fulltrúi R.vikur deildar-
innar á öllum Fiskiþingum þeim er háð
hafa verið (gat þó eigi setið síðasta þing).
Fylgdi hann öllum málum félagsins með
sínum vanalega áhuga, og lét sum þeirra
eins og t. d. steinolíumálið mikið til sín
. taka.