Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1917, Side 19

Ægir - 01.11.1917, Side 19
ÆGIR 171 sem leiða af starfi hans sem sjómanns, skal úr slysatryggingasjóði greiða upp- hæðir þær, er hér segir. ;a. Verði sá, er fyrir slysi varð, að Iækn- Ssdómi algerlega ófær til nokkurrar vinnu þaðan í frá, ber að greiða hon- um 2000 krónur, en að því skapi lægri upphæð, sem minna skortir á, að hann sé til fulls vinnufær. og ekkert, ef minna skortir en að l/6 hluta. b. Valdi slysið dauða innan eins árs frá því að slysið varð, ber að greiða eítir- iálnum vandamönnum 1500 kr. Rétt til skaðabólanna hafa vanda- menn i þeirri röð, sem hér segir: 1. Ekkja hins látna, hafi þau gifstáður en slysið varð og samvistum þeirra hafi þá eigí verið slitið. 2. Rörn hins látna, skilgetin og óskil- getin, hafi á honum hvíll tramfærsiu- eða meðgjafarskyldu gagnvart þeim. 3. Foreldrar hins látna. 4. Systkin hins látna, þau er að nokkru eða öllu leyti hafa verið á framfæri hans. Hljóti ekkja skaðabæturnar, skal að auki greiða 100 kr. íyrir hvert skilgetið barn innan 15 ára aldurs; enn fremur skal greiða óskilgetnum börnum innan sama aldurs 200 kr., er ekkja fær skaða- bæturnar. Sé að eins um eftirlátin börn að ræða, ber hverju barni 100 kr. i við- ból; þó skal engin viðbótarupphæð greidd ef eitt barn fær skaðabæturnar. j Frá skaðabótunum, sem greiddar skulu vandamönnum, skal draga þá upphæð, er greidd hefir verið þeim sjálfum, er fyrir slysinu varð, samkvæmt a-lið. Enginn skuldheimtumaður í dánarbúi eða þrotabúi hefir rétt til að skerða neitt skaðabætur þær, er greiddar eru sam- kvæmt þessum lögum, og ekki má leggja á þær löghald né i þeim gera fjárnám og lögtak. 7. gr. Skaðabótakrata skal, svo fljótt sem auðið er, send sýslumanni (bæjar- fógeta) eða hreppstjóra, áleiðis til sýslu- manns, í síðasla lagi innan árs frá því er slysið varð eða hlutaðeigandi vanda- menn fengu vitneskju um það. Sýslu- maður (bæjarfógeti) skal svo senda kröf- una hið fyrsta til stjórnar slysatrygging- arsjóðsins, ásamt nauðsynlegum upplýs- ingum. 8. gr. Undir eins og stjórn slysatrygg- ingasjóðsins hafa borist nægar upplýsing- ar um slysið, úrskurðar hún, hvortgreiða skuli skaðabætur fyrir það og ákveður upphæð skaðabótanna. Úrskurðir sjóðs- stjórnarinnar eru fullnaðarúrskurðir. 9. gr. Slysatryggingarsjóðnum skal stjórnað af 3 mönnum, er stjórnarráðið skipar til 3 ára í senn. Stjórnarráðið hefir yfirumsjón með stjórn sjóðsins. Kostn- aðurinn við stjórn sjóðsins greiðist úr landssjóði. 10. gr. Landssjóður ábjTgist með alt að 30000 kr., að slysatryggingarsjóðurinn standi í skilum. Slysatryggingarsjóðurinn tekur við eignum og skuldbindingum vá- tryggingarsjóðs þess, er stofnaður var með lögum nr. 53, 30. júlí 1909. Að öðru leyti eru þau lög úr gildi numin. 11. gr. Stjórnarráðið setur nánari reglur um framkvæmd laga þessara, að fengnum tillögum stjórnar slysatryggingarsjóðsins. 12. gr. Erot gegn lögum þessum varða 5—100 kr. sektum, sem renna að hálfu i slysatryggingarsjóð og að hálfu i sveit- arsjóð, þar sem brotið er framið. Með mál út af brotum þessum skal farið sem almenn lögreglumál. 13. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. júli 1918,

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.