Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1917, Síða 24

Ægir - 01.11.1917, Síða 24
176 ÆGÍR við vélgæslu á mótorski.pum, leyfum oss að leggja fram svo hljóðandi nafndarálit: Það héfir leikið orð á því, að kunn- átta í hirðingu og meðferð mótorvéla hafi verið mjög ábótavant, frá því fyrst að farið var að nota þær hér á landi, og sé það enn þá. Nefndinni dylst því eigi að nauðsynlegt sé að auka þá kunn- áttu sem mest má verða, þar sem hagn- aður al' úthaldi mótorskipa er meðal annars mjög kominn undir því, að vél- arnar séu i fullkomnu lagi. Þrátt fyrir það sér nefndin þó eigi fært að aðhyllast það frumvarp, sem fyrir liggur umkenslu í mótorfræði og telur það tæplega tíma- bært að svo stöddu. Henni virðist að kostnaðurinn við það að bj'ggja fjóra skóla á landinu til þess að kenna mótor- fræði muni verða mjög mikill, ef skól- arnir eiga að. verða, hver fyrir sig, full- komnar kenslustofnanir i þeirri grein. Aftur á móti telur nefndin óheppilegt að koma slíkum stofnunum á fót, nema þvi að eins að þær geti boðið fullkomna kenslu i mótorvélafræði og hægt verði að byggja á henni lög' um atvinnu við vélgæzlu á mótorskipum. Hins vegar virðist heppilegra að bæta deild við vél- stjóraskólann í Reykjavík, sem kenni mótorfræði og aulca, að svo miklu leyti sem unt er kenslu námsskeiða i mótor- vélafræði út um Iandið. Enn sem komið er og í náinni framtíð nuindi slík deild, við vélstjóraskólann í Reykjavík, er kæmi i stað deildar þeirrar, sem nú er við stýrimannaskólann og auðvitað yrði full- komnari, fullnægja þörfinni, sem er fyrir vélamenn á stærri mótorskipum, en námsskeiðin bæta úr þekkingarskorti á meðferð hinna smærri mótorvéla, efþau yrðu haldin árlega í öllum fjórðungum landsins og tími þeirra lengdur svo að þau stæðu yfir i 6—8 vikur ogiafnframt yrði lögð áhersla á það, að nemendurnir ættu kost á verklegri æfingu. Enn fremur mundi það leiða til bóta, ef samin yrði og gefin út ný handbók um meðferð og hirðingu mótorvéla, þar sem kýst væri á spásium hennar í stuttu máli öllum helstu og viðkvæmustu hlut- um vélanna, en á móti því væri á sömu opnu gefin ráð um hirðingu og meðferð, einnig ef bilun á sér slað (sjá knatt- spyrnulög í. S. í.). Leyfum vér oss þvi að leggja til að Fiskiþingið felli frumvörpin, sem fyrir liggja, en samþykki í þess stað eftirfylgj- andi tillögur: 1. Fiskiþingið skorar á alþingi að sam- þykkja lög um stofnun deildar við vélstjóraskólann i Reykjavík, er kenni mótorvélafræði, svo fullkomna sem unt er. Jafnframt skorar Fiskiþingið á alþingi að samþykkja lög um at- vinnu við vélgæslu á mótorskipum með 15 hestaflavélum og þar yfir. 2. Fiskiþingið skorar á stjórn Fiskifé- lagsins að annast um að námsskeið i hirðingu og meðferð mótorvéla verði haldin á hverjum vetri i öll- um fjórðungum landsins með nægi- legum kenslukrafti og vari hvert námsskeið í 6—8 vikur og að jafn- framt verði samin hentugur leiðar- vísir (handbók) um hirðingu og meðferð mótorvéla, einnig þegar smærri bilanir eiga sér stað. Fiskiþingi íslands, 29. júní 1917. Bjarni Sigurðsson. A. Y. Tulinius. Kr. Ásgeirsson.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.