Ægir - 01.11.1917, Side 27
ÆGIR
179
Skólaskip 09 hjálparskip fyrir islenska fiskiflotann.
(Pýðingar á bréfum um það efni).
1. Bréf til capt. Geo. J. Wheelser.
Liverpool, 19. maí 1915.
Capt. Geo. Wheeler.
Heiðraði herra. í nokkur ár hefir verið rælt um það á íslandi. hversu ó-
missandi það væri að eiga skólaskip fyrir nemendur Styrimannaskólans, og að sama
skip mætti lika nota fj'rir gæsluskip á fiskimiðum landsins og sem spitalaskip og
björgunarskip fyrir fiskiflotann er óhöpp bæri að höndum. Eg hefi átt tal við ýmsa
hér um það, hverjir möguleikar mundu vera á því að fá skip sem hægt væri að
nota á allan fyrgreindan hátt, hvað það mundi kosta og hversu dýr árlegar rekstur
þess mundi verða. — Mér var ráðlagt að skrifa yður og leita upplýsinga yðar, af
því að þér hefðuð reynsln í þessu efni og treysti eg yður nú til að gefa oss holl ráð.
Af því að veður er mjög stormasamt á íslandi að vetrarlagi og skipið þarf
að nota til svo margra hluta, þá þyrfti það að vera sterkt og gott, en þó verð eg
að vekja athygli yðar á því, að verð skipsins og árlegur rekstur verður að reiknast
eins lágt og hægt er. Til úlgjalda verður að reikna reksturskostuað skipsins, laun
skipshafnar, yfirmanna og læknis, og yfirleitt allar nauðsynjar sliks fyrirtækis. — Eí
frekari upplýsinga þarf um hvernig tilhögun á þessu þurfi að vera, þá skal ekki
standa á því að útvega yður þær.
Væntandi heiðraðs svars yðar.
Með virðingu.
Matth. Rórðarson.
II.
Svar frá Mr. Wheeler.
Liverpool, 20. maí 1915.
Hr. Matth. Þórðarson, 3 ^Rumford Place.
Heiðraði herra. — Eg hefi meðtekið heiðrað bréf yðar dags. í gær. Kannast
eg við að hafa fengið víðtæka reynslu viðvíkjandí skipum álika því, sem hér er um
að ræða. Hefi eg verið á skipi suður við Astralíustrendur sem var eingöngu útbúið
til fiskirannsókna og sömuleiðis stýrði eg fiotasnekkjunni »Vivid« sem tekniski skól-
inn i Glasgow útvegaði til þess að æfa 50 skipstjóraefni í siglingum og sjómensku,
og einnig fór eg með fiskiveiðagæsluskipið »Galiano« handa Canada-stjórninni til
Esquimalt í Rritish Columbia. Hvert af þessum skipum var að eins útbúið til þess
að vinna einskonar verk, en eg sé að yðar kröfur ganga út á það að sameina þetta
þrent og björgun þar að auki. — Áður en farið yrði út i nákvæma tysingu á