Ægir - 01.11.1917, Qupperneq 28
180
ÆGIR
nokkru skipi sem kann að verða notað í þessum tilgangi, og að reikna út kostnað
og útbúnað, þá eru enn nokkur atriði sem eg þyrfti að fá að vita nánar um. —
Eg þykist vita að veðurlag við Island skilmálalaust krefjist skips sem fært er um
að standast sjó í hvaða veðri sem er og með tilliti til björgunar þá megi það ekki
rista mjög djúpt, en verði að hafa sterka eimvindu, sterk festargögn og vera sjálft
mjög sterkt að framan vegna þungra lyftiátaka. — Eg legg áherzlu á þetla eins og
sjálfsagðan hlut með tilliti til þess hvað oft mun þurfa björgunar við á botnvörp-
ungum við ísland, enda getur skipið með þvi að takast slíkt á hendur, farið langt
með að borga sig alveg', auk þess sem sú þekking sem námsmennirnir fá mun ef-
laust rejmast afarmikils virði.
En hvað hafið þér hugsað yður að skipið ætli að hafa rúm fyrir marga
námssveina, og eiga þeir að koma í staðinn fyrir æfða háseta? Undir þvi er komið
hvaða rúm þarf að ætla. Af því að seglskip eru að verða úr sögunni með sivax-
andi notkun eimvéla og mótora, þá má áætla að nóg sé að hafa skipið framan og
aftan með skonnortu seglbúnaði og nógum seglum, til þess að hagræða í hægum
vindi. Árið 1909 var eg fenginn til að leiðbeina skólameisturum og kennurum
á Skotlandi i siglingu og sjómensku, svo að hægt væri að innræta þessa náms-
grein lærisveinunum áður en þeir fæfu úr skólunum. Við höfðum til þess litla eim-
snekkju með skonnortuseglbúnaði og reyndist hún ágætlega, siðar fengum við stærra
skip og seltum á það rásegl. En þau virtust að mestu leyti óheppileg og með til-
lili þess að rásegl eru stöðugt að leggjast niður, þá skal sérstaklega mælt með
skonnortuseglbúnaði. — Á skipinu ætti að vera nýjasta gerð af azimút-kompás
lagaður til kenslu, fyrir utan hinn nýja venjulega kompás, loft-dýptarmælir af n5rj-
ustu gerð og sömuleiðis »morse«-merkislampi og merkjatæki þar til heyrandi.
Þau skip sem eg hefi útbúið, hafa öll þráðlaus skeyti sem ná til að senda
skeyli hér urn bil 100 sjómílna fjarlægð, hefir þetta reynst vel með því að skipin
hafa einlægt verið nálægt þráðlausum stpðvum á landi, eða þá nærri skipum með
líkum útbúnaði. En með þvi að þessi skilyrði eru ekki fyrir hendi á íslandi, þá
ber ekki nauðsyn til að gera ráð fyrir þráðlausum skeytum, enda mundu hin stuttu
möstur skipsins ekki nægja fyrir nema svo litla skeytastöð. — Annað sem kemur
til greina er það, hvorf nota skuli mótorkraft, en vegna þess að flest fiskiskip sem
þannig eru gerð geta ekki launað útlærðan mótormann, þá vil eg stinga upp á
því að annar af björgunarbátum skipsins verði útbúin með 2 eða 4 sívalninga
steinolíuvél. Einnig verður að hafa 8—12 þuml. bjárgdælu með mótor á skipinu
og munu þessar tvær vélar nægja til þess að æfa hvern námsmann nægilega til
þess að fara með lítinn motor eins og gerast i vélbátum.
Vegiia fiskirannsókna þá býst eg við, að þér munduð leggja til að hafa
gálga að eins öðru megin og að eimvindan hafi útbúnað til þess að geta dregið
vörpu.
En mundi þá þurfa að hafa sérstakan rannsóknarklefa með vatnsgeymum,
til þess að hafa í lifandi íisk? og hvað þyrfti að áætla mikið pláss fyrir sjúklinga?
Er nóg að hafa klefa með rúmum fyrir — látum oss segja tvo sjúklinga? Í3ví að
er það ekki meiningin að flytja þá að eins af skipinu i sjúkrahús á landi, eða á að
hafa þá á skipinu lengri tíma? Ef svo er, þá þyrfti líka að hafa sérstaka lækn-