Ægir - 01.11.1917, Side 29
Æ G I R
181
ingaverkstofu. — Smávegis frekari upplýsingar mundi þurfa viðvíkjandi þvi hvað
skipshöfnin )rrði stór og með hvaða launum, til þess að áætla árlegan reksturs-
kostnað, og sömuleiðis hvort landsstjórnin mundi vilja vátryggja skipið eða bera
áhættuna sjálf. Með tilliti til hins margvislega verks sem skipinu er falið, en þó
einkum vegna björgunarverksins, mundi iðgjaldið verða nokkuð hátt.
Með virðingu, yðar
G. J. Wheeler.
III.
2. bréf til sania.
Liverpool, 21. maí 1915.
Geo. Wheeler Esq., Liverpool.
Heiðraði herra. — Sem svar við bréfi yðar frá í gær, skal þess getið, að
námsmenn munu verða 20 og eiga þeir að ganga að allri vinnu á skipinu, en eg
vildi spju’ja hvað þér álituð nægilega skipshöfn þar að auki með nægilegri skip-
stjórn. Eg reikna ekki með lækni eða fiskifræðing, en þeir munu þó verða á skin-
inu við og við á ýmsum timum.
Viðvikjandi björgunarstarfi, þá er hugsunin ekki sú að reka það að mun,
heldur að eins að geta hjálpað skipum er strandað hafa eða eru í háska. Held eg
að ef skipið hetði nægilega sterk festargögn, að það mundi fullnægja nauðsynleg-
ustu kröfum. — Viðvíkjandi mótorum, þá held eg að það væri nauðsynlegt, eins
og þér stingið upp á, að setja litinn steinolíumótor í annan björgunarbátinn, og
sömuleiðis að hafa 4 eða 6 þumlunga bjargdælu. Mun þetta nægja ttl kenslu og
æfinga, ef mótorarnir eru hafðir af mismunandi gerð. — Litil, þráðlaus skeytastöð
mun og vera nauðsynleg, til þess að hægt sé að kalla á skipið til björgunar í
sjávarháska. 100 mílna sendingarsvæði mun vera nóg. Einnig hygg eg að bezt sé
að tryggja skipið gegn allri áhættu. — Fyrir sjúkrabjúkrun mun vera nóg að gera
ráð fyrir litlum klefa með tveimur rúmum, með þvi að slikt verður notað að eins
um stundarsakir. — Vonandi eftir frekari upplýsingum frá yður. —
Yðar með virðingu
Malth. Þórðarson.
IV.
2. Bréf frá G. J. YVheeler.
Herra Matth. Þórðarson!
Líverpool 22. maí 1915.
Heiðraði herra. — Eg þakka bréf yðar i gær. Hvað skipshöfn viðvíkur, þá
mundi eg stinga upp á skipstjóra, 1. og 2. slýrimanni, 2. hásetum, 1. vélmeistara,
aðstoðarvélmeistara, kolamokara, bryta, matsveini og vikadreng, alls 11, Auðvitað
nyti skipshöfnin aðstoðar námspiltanna, sem skift yrði í deildir, eftir því hvað þeir
leggja fyrir sig, en ofangreind skipshöfn verður nægileg undir venjulegum kringum-