Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1918, Blaðsíða 7

Ægir - 01.01.1918, Blaðsíða 7
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS 1». árg. Reykjavik. Janúar, 1918. Ægir öskar lesendum sínum og öllum landsmönnum gledilegs ný- drs. Skýrsla erínðreka hinanlanðs okt.—des. 1917. Miðvikudaginn hinn 14. nóvember, lagði ég á stað með vélabát til Akranes til að tala við og kynnast starfsemi deilda Fiskifélags íslands. Að kvöldi bins sama dags var fundur haldínn i deildinni Báran á Akranesi og rædd ýms mál sem snerta fiskiveiðar al- ment og ennfremur ýms mál sem deild- in hafði hugsað sér að koma í fram- kvæmd i kauptúninu, einkum vitamálið og bryggju eða lendingamálið. Þar sem þessi mál eru svo umfangsmikil og vandasöm var nefnd manna skipuð til að ihuga þau og koma fram með á- kveðnar tillögur fyrir næsta fund, sem halda skyldi næsta kvöld. Mál þau sem nefndinni voru falin að koma með tillög- ur um, voru: a. Fiskverðsmálið. b. Bryggjumálið. c. Vilamálið. d. Hafnarmálið. Eftir að hafa ihugað þessi mál og kynt sér alla málavöxtu, lagði nefndin fram á Nr. I. næsta fundi tillögur sem samþyktar voru á fundi deildarinnar fimtudaginn hinn 15. s. m. Fóru tillögur þessar fram á: 1. Að fiskifélagsdeildin hlutaðist til um að hreppurinn keypti brj’ggju Bjarna Ólafssonar við Lamhhússund og endurbætti liana svo, að minst tveir vélabátar í einu gætu afgreitt sig við hana. Ennfremur leigði eða keypli lireppurinn svo mikla lóð sem þurfa þælti. Lagði nefndin til, að kostnaði þeim, sem af fyrirtækinu leiddi yrði náð aftur með hæfilegu árgjaldi af hverj- um vélabát er gengi úr Lambhús- sundi og böggla og lestargjaldi af vörum þeim sem flutlar yrðu að og frá bryggjunni. 2. Að deildin fari þess á leit við Fiski- félag íslands, að það sendi hingað verkfræðing sinn til að mæla upp dýpi og botnlag í Lambhússundi frá Selskeri og inneftir, sem jafnframt kynti sér hversu mikið mætti dýpka höfnina á þessu svæðí. 3. Að stjórn Fiskifélagsins sjái um að hinn væntanlegi hafnarverkfræðingur landsstjórnarinnar, mæli og undir- búi og geri áætlun um hvað kosta muni að byggja höfn við Krossvik á svæðinu frá Skarfatöngum og inn ettir landinu að Langasandi. Að kvöldi hins 21. nóv. var fund- ur haldinn í fiskideildinni i Garði og rædd ýms fiskiveiðamá). Kvörluðu fund-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.