Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1918, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.1918, Blaðsíða 14
8 ÆGIft liggja í Landsbankanum, en bóldn hjá sýslumanni. Er stjórn deildar- innar falið að athuga þettað og koma sjóðsstofnuninni í framkvæmd. Grindavík 3. desember 1971. B. Magnússon. Dagbj. Einarsson. Gisli Haíliðasou. Einar Guðmundsson. Guðm. Benónýsson. Þorv. Klemensson. Einar G. Einarsson. Hinn 5. des. var ég lcominn á heim- eið til Voga, var það meining mín að ná saman fundi í deildinni þar og fór ég því til formanns að heyra undir- tektir hans og kom okkur saman um, að þar sem fá nauðsynjamál væru á dagskrá í deildinni og afarerfitt að ná saman mönnum í strjálbygðu bygðarlagi, þá kaus hann heldur að mega kalla til mín þegar fundur yrði haldinn næst. Fór ég þvi daginn eftir rakleiðis til Reykjavikur; var það meiningin að halda svo austur yfir fjall, til deildanna þar, en sökum illviðra og erfiðra sam- gangna var því frestað fyrst um sinn. Eins og sjá má af ofangreindu, er það æði mikill starfi, sem liggur fyrir þess- um deildum, og þó ekki nema lítill hluli af þvi, sem laga þarf í hverri veiði- stöð, sem tekið var til meðferðar, en mín húgmynd var að hafa aðeins fá mál til meðferðar i einu í hverri deild, en heldur koma þeinaj'fáu málum til fullra framkvæmda ef liægt væri. Að siðustu þakka ég deildunum fyrir hinar hlýju viðtökur sem mér voru veittar og vona að oltkur auðnist að koma ýmsu fleiru í betra horf en nú er, þegar vandræðatímum þeim, sem nú standa yfir linnir. Mun ég í næsta blaði nánar skýra á- stæður fyrir tillögum þessum fyrir les- endum Ægis. Porsl. Júl. Sveinsson. (Nokkrar atliugasemdir um nöfn). Það er ekki langt síðan að vér Islend- ingar vorum ekki meiri menn en það, að vér áttum ekkert skip í förum, hvorki milli liafna heima fyrir, né á milli landa; svo að segja allar vorar fleytur voru fiskískip, aðallega smíðaðar til fiskiveiða, enda þótt þær væru stundum brúkaðar til ýmissa ílutninga. Þeir sem á sjóinn fóru, voru þvi í raun og veru fiskimenn, þvi að sjóferðirnar voru langflestar til fiskjar, en þó voru þeir (og eru) alla- jafnan nefndir sjómenn, vegna þess að fiskimenn liljóta ætíð að vera sjómenn (o: kunna að fara um sjóinn) og vegna þess að það voru (og eru tíðum enn) sömu mennirnir, sem fóru (og fara enn) á sjóinn hvort heldur til fiskjar eða flutninga. Nafnið fiskimaður heyrðist lítið, nema i merkingunni fiskinn mað- ur (t. d. góður fiskimaður)1). Nú er öldin önnur og mikið breytt frá þvi sem var fyrir 2—3 tugum ára. Nú eigum vér þegar allmörg skip sem ein- göngu eru höfð til ílutninga, bæði kaup- för og farþegaskip, skip sem eru í för- um milli landa og þeim fjölgar óðum. Á þessum skipum eru nú allmargir menn og eru þeir sjómenn ekki síður en hinir, sem fara á sjó til fiskiveiða, enda er þeirn af öllum almenningi slegið saman i flokk með hinum og gefið sama nafn- ið, og er ekkert í sjálfu sér að því að finna, því að hér má segja, að sé um eina stétt manna að ræða, sjómanna- stéttina, sem hefir ýmislegt sameiginlegt, 1) í tninni sveit heyröist nafnið sjómaður sjaldan, nema þegar um vermenn úr sveitinni var að ræða, og svo mun hafa verið á Suður- landi yíirleilt; þeir voru nefndir sjómenn til aðgreiningar frá heimamönnum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.