Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1918, Blaðsíða 17

Ægir - 01.01.1918, Blaðsíða 17
Æ G 1 R 11 enda hafa netin oft tapast, eða þá rekið upp, slitin og sanddregin. Fiskigöngurnar koma hér þétl upp að landssteinum og liður aldrei sá vetur, að eigi verði menn við þær varir, þólt að brim hamli ræði; er mönnum þá s}rnd veiðin en ekki gefin. Það hefir því töluverða þýöingu fyrir sjávarútveginn, ef mögulegt væri með hafnarstæði hér. Óvíða mun vera jafn skamt til miða og gott lil fiskiveiða og héðan. Mikla þýðingu liefði það líka fyrir alla sjófarendur og þá eigi síst þau sldp — innlend sem útlend — er að veið- um eru hér úti fyrir, að geta leitað hafn- arinnar þegar ill ei-u veður. Á þessa staði hefir að vísu verið litið fyr, en engin rannsókn fram farið, og er því ekki hægt að byggja neitt á sliku. En það er trú manna, að eilthvað megi bæta lendingu hér i Vík, en erfitt mun reynast að gera hér örugga höfn. Við Dyrhólaey mun haga öllu befur iil með hafnarstæði, aðdýpi er þar meira, ldettar og sker fram í sjó, sem hugsanleg! væri að einhverjum notum kæmi. Leiði rannsókn það í Ijós, að hægt sé að gera höfn á öðrum hvorum staðnum, þá dylst engum að það muni kosla milj- ónir króna. En hvaðan á að fá þá fé- fúlgu? Frá landssjóði væri náttúrlega eðlilegast að það kæmi, en af fenginni reynslu umliðinna ára, þá hefir illa geng- ið að fá fé til framkvæmda í Skaftafells- sýslu, og má þvi ætla að fjártillag til þessa, eigi sér langa bið. Mér hefir því hugkvæmst, hvort ekki sé litandi á annað mál, sem bæti úr þessu, en sem hefir þó sjálft töluverða þýðingu. Það er undanþága frá lögum um botuvörpuveiðar i landhelgi. Þetta mál er að vísu elcki nýtt, það lcom fyrir Alþingi 1901 og 1903 (og enda áður). Frumv. þetta flutti Guðl. Guðmundsson sem þá var alþingismaður okkar Skaft- fellinga. Frumvarpið fór fram á að heim- ila félagi einu íslenzku, botnvörpuveiðar i landhelginni fyrir Skaftafellssýslu, gegn vissu endurgjaldi í landssjóð, og skaða- hótum til viðkomandi sýslna. Félag þelta sem hafði 3 miljón króna höfuðstól, og umráð yfir 16 gufuskipum, ætlaði hins- veg3r, ef leyfið fengist, að gera höfn við Dyrhólaey og gera þau þaðan út að nokkru leyti. Umræður um þetta mál urðu nokkrar, og mikill skoðanamunur (Alþingistíðindi B 1901). Fór svo að lokum að frumvarpið var felt við 2. umr. í neðri deild, með jöfnum atkv. Á næsta þingi, (1902) kom frumvarpið aftur fyrir, en með nokkrum breytingum, sem þá var einnig felt. Síðan hefir eigi verið á mál þetla minst, svo ég viti. Margt hefir þó breyst siðan, fiskiflotinn stærri og veiðaríærin betri nú en þá gerðust hér, og þekking og reynsla manna á þeim efnum meiri nú, en þá var. Nú hafa landsmenn eign- ast 20 botnvörpuskip, þá voru engin, og var það meðal annars eitt af því sem fundið var að frumvarpinu (1901), að það hlyti að standa útlent félag að baki þvi, sem hefir eflaust verið. Að vísu er nú höggið skarð í þá tölu, með sölu þeirra 10 siðastliðið ár, en ætla má að það verði bælt upp strax að lokinni styrjöldinni, [og getur hugsast að þess verði skamt að bíða, að þeir verði fleiri cn þeir nokkru sinni hafa verið. Fyrir útgerðarfélögin sem botnvörpu- skip eiga, hefir þetta mál töluverða þýð- ingu. Það segir sig sjálft, hvílíkur upp- gripaafli það getur vei ið fyrir botnvörpu- skipin að mega fiska í landhelginni hér. Við skulum hugsa okkur í norðanrok- um, þegar að ófært fiskveður er utan við landhelgislinuna, og fiskiganga er komin þétt upp að landi, að gela fiskað

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.