Ægir - 01.01.1918, Blaðsíða 24
18
ÆGIR
steinolíu fyrir hvert hestafl vélarinnar,
20 potta af áburðarolíu og til vara þá
parta vélarinnar, sem hættast er við að
bili, svo sem gaskúlu, lampa, brennara
og loftspeldi. Enn fremur algengustu
verkfæri, sem vélinni fylgja, og öxi.
Hver sá bátur, sem hefir mótor í lok-
uðu rúmi, skal hafa meðferðis öílugt
slökkvitól, sem tekið er gilt af SamábjTgð
íslands, og skal það haft einhversstaðar
fyrir utan vélarúmið, þar sem auðvelt
er að ná til þess. 1 vélarrúminu mega
ekki vera nein slík tæki, sem eldur er
notaður við, að undanteknum lömpum
þeim, sem nauðsynlegir eru við rekstur
og gæzlu mótorsins.
Hverjum róðrabát skal fylgja áreiðan-
legur áttaviti og öll venjuleg fargögn.
Fyr en ákvæðum þessara greinar og
4. gr. er fullnægt, má félagsstjórnin ekki
gefa út ábyrgðarskírteini.
2. gr.
Hverjum mótorbát sem í ábyrgð er,
skal lagt á höfninni á þeim stað og á þann
hátt, sem hafnarvörður mælir fyrir, og
við þær festar, sem hann álítur óvggj-
andi.
Utan hafnar má enginn mótorbátur.
undir neinum sjálfráðum kringumstæð-
um, vera skipaður færri mönnum en
tveimur, og sé annar þeirra fær um að
stjórna mótorvélinni.
Þegar mótorbátur liggur utan hafnar
við strendur landsius eða úteyjar, skal
bifvél hans ávalt vera í gangi.
3. gr.
Virðingamenn eða vai'avirðingamenn
félagsins skulu fyrri hluta vetrar ár hvert
skoða og virða alla þá báta, sem trygðir
eru og tryggast eiga í félaginu. Einnig
skulu þeir á öðrum tíma árs skoða og
virða hvern þann bát, sem þá er æskt
ábyrgðar félagsins á. Ennfremur skulu
þeir framkvæma aukaskoðanir og virð-
ingar til skaðabóta þegar þeir eru til
þess kvaddir aí félagsstjórninni.
Virðingarmenn skulu og ákveða til
hvers flokks hver bátur skuli teljast,
samkvæmt 9. gr. laga félagsins og með
hliðsjón af 11. gr. þeirra. Þeir skulu
virða hvern bát með tilheyrandi svo rétt
og sanngjarnlega sem þeim er unt, og
þeir vilja vinna eið að, ef krafisí verður.
Virðingamenn skulu rita í gjörðabók,
er félagsstjórnin löggildir, nákvæma lýs-
ingu á hverjum bát, ásamt áhöldum
hans, virðingu og flokkseinkenni, svo og
nöfn eigenda og formanns.
Að loknu mati bátanna skulu virðing-
armenn afhenda stjórn félagsins gjörða-
bókina.
Hlutaðeigandi útgerðarmenn eru skyldir
að láta i té á sinn kostnað alla þarílega
aðstoð við starf virðingarmannanna.
4. gr.
Formaður hvers mótorbáts, sem fé-
lagið tekur í ábyrgð, skal sanna fyrir fé-
lagsstjórninni að hann hafl rélt til for-
mensku eða skipstjórnar, samkvæmt lög-
um um atvinnu við siglingar nr. 42, 3.
nóvember 1915, 2. til 4. gr. sbr. 19. gr.
5. gr.
í ósjálfráðum forföllum formanns
verður sá, er koma á i hans stað, hvort
heldur er í ferð til meginlandsins eða
annara sjóferða, að fullnægja ákvæðum
þeim, sem sett eru í 4. gr., innan viku
frá því formaðurinn forfallaðist. Að öðr-
um kosti fellur úr gildi ábyrgð félagsins.
6. gr.
Mótorbátar þeir, sem félagið tekur til
ábyrgðar. skulu bundnir við þau tak-
mörk um sjóferðir, sem mælt er fvrir