Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1918, Blaðsíða 15

Ægir - 01.01.1918, Blaðsíða 15
ÆGIR 9 bæði kunnáttu í sjómensku og siglinga- fræði, áhugamál, svo sem líftrjfggingu, og kjör að sumu leyti. En svo skilur í öðr- um efnum mjög á með þeim: Þeir sem fara á sjóinn til llutninga á mönnum og munum verða að gegna ýmsum störf- um, auk sjálfra sjómenskuslarfanna, sem eru æði ólík þeim störfum sem lúta að fiskveiðunum sérstaklega, og að með- ferð og hirðingu veiðarfæra og afla, út- vegun á margbreyttum nauðsynjum, sölu á afla og afurðum. Hér er því i raun veru að ræða um stétt manna, sem að vísu hafa ýmislegt sameiginlegt, en i mörgum greinum eiga ekki samleið og verða því eðlilega að greinast sundur i tvær undirstéttir, enda þótt vér hingað til af gömlum vana frá vesældar- og dáðleysisdögum höfum eigi fundið þörf á þvi; en þetta er óheppi- legt og getur oft og tíðum valdið rugl- ingi, enda gera aðrar siðaðar þjóðir skír- an greinarmun á þessu. Bretar haf'a Sailors og Fisher men, Þjóðverjar Seeleute og Fischer. Skandinavar Sömænd og Fiskere. Eg tel og sjálfsagt, að vér ger- um hið sama, og aðgreinum þessa menn i riti og ræðu með ólíkum nöfnum, sem þó bæði eru góð og gömul orð í mál- inu. Þeir sem hafa atvinnu sina af fiski- veiðum, séu nefndir fiskimenn, en hinir farmenn, og er það ósk mín og tilmæli, að menn vilji framvegis gera þenna greinarmun bæði í riti og ræðu, og sér- staklega vil eg beina máli mínu til rit- stjóra Ægis, deilda Fiskifélagsins og ann- ara, er einkum eiga hlut að ináli. Þessi greinarmunur er nú þegar gerður, t. d. i orðunum: Almanak handa isl. fiski- mönnum og farmannalög, og nú i sum- ar sá eg, mér til ánægju, að Stjórnar- ráðið hefir gert þenna greinarmun út í æsar í frumvarpi til laga um stysatrygg- ingu sjómanna. Orðið fiskimaður er ekki nýtt í mál- inu, langt frá því; eg hefi séð það á tveim stöðum i Egilssögu og tæplega ætti neinum manni að þykja hneisa að því að vera nefndur fiskimaður. Sú atvinua er ekki óvirðulegri en hver önnur, síður en svo, og sum góðskáldin, eins og t. d. Drachmann og Kipling hafa getað gert líf og störf fiskimanna að hugðnæmu yrkisefni. Ur því að eg á annað borð fór að tala um orð, þá er bezt að eg geri athuga- semd við tvö orð, sem eru að smeygja sér inn í málið með merkingn, sem að minum dómi er ófær, og það eru orðin sjófrœði og sjófrœðingur. Eiga þau að merkja kunnáttu í ýmsum þeim grein- um og störfum, er að sjómensku lúta, þar líkl. talin stýrimanna- eða siglinga- fræði (Navigation). Ef áslæða er til að tákna þetta með sérstökum orðum (en nú verða allir að vera einhverjir »fræð- ingar«), þá ætti það að vera sjómanna- fræði eða sjómenskufrœði og sjómensku- frœðingur. Orðið sjófræði og sjófræðing- ur hlýtur eftir eðli sínu að hafa ná- kvæmlega sömu merkingu og útlenda orðið Hydrografi, o: fræðin um sjóinn og eiginleika hans, og sjófræðingur er þá maður, sem leggur stnnd á þessa fræði (útl.: Hydrograf). Sjófrœði táknar þá fræðina um sjóinn í heild sinni, (efni, hita, seltu, strauma o. fh, en haffrœði (Oceanografi) mætti þá nefna fræðina um skiftingu sjávarins í sérstaka hluta (höfin með einkennum þeirra). Þetla væri gott að menn vildu athuga og taka tillit til* 1). ________ Bjarni Sœmundsson. 1) Leiðinlegt er pað, að nú er bæði í riti og ræðu sagt að byggja skip, í stað hins góða gamla: að smíða sldp. Ilvað skyldi þá skipa- smiðurinn heita i samræmi við pað: Skipa- ^yggjari. En það heíi eg pó aldrei séð.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.