Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1918, Blaðsíða 16

Ægir - 01.01.1918, Blaðsíða 16
10 ÆGIR láarstæði í V.-Skaítafellssýslu og lantíhelgin þar. Það var á aukaþinginu síðasta, að sam- þykt var þingsályktunartillaga um rann- sókn hafnarstæða, á Austfjörðum o. fl. st. Mátti sjá það af einhljóða samþykt tillögunnar og umræðum þeim, sem um málið voru, að mikil þörf væri á slikum rannsóknum. f*ó að þarfirnar til hafna og bættra lendingastaða séu ærið mis- jafnar á hinum ýmsu hlutum landsins, þá efar enginn hversu mikil samgöngu- bót er að slíku, og livaða þýðingu hafnir hafa, eigi að eins fyrir sjávarútveginn, heldur og lika fyrir landbúnaðinn. Það gladdi þvi Skaftfellinga mjög, er þeir fréttu að Vík og Dyrhólaey hefðu verið tekin með til þeirra rannsókna. Hvergi mun vera jafn örðugt með lendingu eins og fyrir ströndum V.-Skaftafells- og Rangárvallasýslu. Hefir það staðið þeim sýslum meir fyrir þrifum en nokkuð annað. Það munu fáir gei’a sér hugmynd um, sem eigi þekkja til, hve feikna örð- ugleikum það er bundið að ná nauð- synjavörum að sér og koma afurðum frá sér. Óhugsandi er að ætla á slíkt nema um sumarmánuðina, þegar blíðast er, og vill það þó verða erfitt stundum. Fastar bryggjur eru hér engar, og eigi heldur lausar. Bátarnir lenda við sand- ana. Um leið og þeir kenna sands, er þeim rent við, fara þá vanalega 2—4 menn utau-undir þá hliðina, sem til sjávar veit. Slær bátnum þannig flötum á land upp. Á uppskipunarbátunum eru vanalega 16—18 manna, færri mega þeir ekki vera til þess að geta ýlt frá landi, þvi að kappsamlega þarf að róa. Sá sem bátnum stýrir (formaðurínn) kallar fyrir er færi gefur úr landi og í land. Öldurn- ar eru misjafnlega háar og þarf því tölu- verða leikni til að sjá út þegar fært er og ófært. Kemur því oft fyrir að öld- urnar skella yfir hátinn, og eyðilegst þá það sem í honum er, þoli það ekki sjó- bleytu. Mikil hætta getur stafað af sjó- skvolpi þessu, en ótrúlega fá manntjón hafa þó af því hlotist, þó að oft sé telft á tvær hættur, og tvísýnt sé oft hvernig fara muni. Útræði er því mjög ilt um vetrartím- ann. Þó hafa i langa tíð verið stundaðir sjóróðrar héðan úr Mýrdal. Róið þegar best og blíðast er. Fyrir nokkrum árum fiskaðist hér all- vel, en síðan botnvörpuskipin komu til sögunnar hefir minna aílast. Þykja þau æði uppvöðslusöm i landhelginni fyrir sýslunni. Hafa þau líka nær því verið óáreitt árum saman, enda ilt til varnar fyrir eitt skip á þessu svæði, sökum stað- hátta. Má oft sjá mörg skip (stundum svo tugum skiftir) fram af Hjörleifshöfða og vestan Dyrhólaeyjar, að botnvörpu- veiðum í landhelgi. Fara þau stundum svo nærri landi, að vel má greina með berum augum merki þeirra, hvað þá í sjónauka. Breiða þau stundum fyi’ir númerin. Eigi hafa menn þó amast við sliku, og eigi kært þó að stundum hafi lcgið við því. Eru það séi’staklega Þjóð- verjai’, er leikið hafa lyst þessa, en ein- hvern þátt eiga islenzku bótnvörpuskipin í því lika. Síðan að striðið hófst, og fiskiskipun- um fækkaði, hefir aflast betur hér. Áður fyr fiskuðu menn á handfæri — stóra öngla beitulausa. — Nú nota nokkrir bátar þorskanet. Hafa þau reynst ágæt- lega og fyllst af vænum þorski, oft 80 til 100 i neli, cn rnest hefir þó verið 150 i í neti (30 faðm.). Hæpin er þessi veiði- aðferð hér og ætti helst ekki að vera notuð, nerna þá rétt litið eitt. Þó að gott sé í dag, getur oi'ðið ófært að morgni,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.