Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1918, Blaðsíða 20

Ægir - 01.01.1918, Blaðsíða 20
Í4 ÆGIR hafi hníflnn, né hvenær hann hafi tap- ast. Hann var einbJöðungur og ineð kinnar úr rádýrshorni (beinkinnar með örðum á) og er til sýnis á Náltúrugripa- safninu. Annar hnífur (sagði Páll mér) bafði fundist í þorski í Stokkseyrarsjó um sama leyti og hinn, en um þann fund liefi eg ekkí getað aflað mér frek- ari upplýsinga. Þriðja og merkasta dæmið er þetta, en sögumaður minn er Sveinbjörn Jóns- son, stud. jur. frá Bíldsfelli: Þorsteinn Jónsson frá Álviðru í Ölfusi misti út flalningshníf á skipinu Albatros á Sel- vogsbanka, i miðjum april 1916. Hnífur- inn var með blýhólk og á hólkinn skor- ið fangamark Þorsteins. Um vorvertíð- ina var Þorsteinn háseti á botnvörpungn- um Rán, og eitt sinn, seint í júni, þá er skipið var að veiðum vestur í Álsbrún (út af Aðalvík), bar það við að háseti einn er var að gera að aflanum, kallar undr- andi upp: hver á hnif? og heldur á loft flalningshníf, er hann þá hafði fundið í maga stórufsa sem hann var að fara innan í. Þorsteinn sér hnífinn og ansar: eg á hann, og segir frá hnífmissi sínum um veturinn á Albatros. Skipstjóri tekur þá við hnífnum og spyr Þorstein, hvort hann geli helgað sér hnífinn og segist hann geta það, því að fangamark sitt eigi að vera á honum, og stendur það heima; fékk þá Þorsteinn hnifinn sinn aflur, eftir 8—9 vikna dvöl í ufsamag- anum. — Var hnífurinn (sem er 25 cm langur) óbreyttur, nema að blaðið var orðið svart. Einhver þroti kvað hafa verið kominn í maga ufsans, sem annars leit út fyrir að hafi verið við sæmilega heilsu.1) 1) Þorsteiun lieflr nú geflö Náttúrugrípasafn- inu linífinn og er hann þar til sýnis almenn- ingi. Öll þessi dæmi eru glöggur votlur þess, hve gjarnt fiskum er að gleypa það sem þeir liitta fyrir sér, hvað svo sem það er, og sennilega gleypa þeir svona hníf i sama augnabliki og hann dettur í sjóinn, o: rétt uppi við yfirborð, sjá hann Iíklega blika um leið og hann ldýfur sjóinn og þá er gleypigirnin svo mikil, að fiskurinn hendir hnífinn »á lofti« án þess að gera sér nokkura grein fyrir því, hvað það er, sem liann gín við. Síðasla dæmið af þessum þremur er lang-merkilegast; það sýnir í fyrsta lagi, að magi ufsans er ekki viðkvæmur, þar sem hann virðist ekki hafa haft neitt verulega ilt af þvi, að þessi stóri og klunnalegi hnifur, með þungum blýhólk (sem er eitur, ef hann leysist upp), var þar svo lengi. í öðru lagi gefur það mik- ilsverðar upplýsingar um ferðir þessa fisks á hinu umrædda tímabili. Hann hefir verið á Selvogsbanka í miðjum apríl, gleypir þar hníflnn og er þegar að 8—9 vikum liðnum, og ef til vill fyr, kominn norður fyrir ísafjarðardjúp, hefir hann þá að minsta kosli farið 220 sjó- milur frá staðnum, sem hnífurinn mist- ist á. Nú er það kunnugt að ufsi veiðist unnvörpum á Selvogsbanka í byrjun vetrarvertíðar, af því að hann gýtur þar einmitt snemma í marz, nokkuru á und- an þorskinum. Svo hættir liann mikið að veiðast þar, en veiðist aftur á móti mikið á bönkunum við Hornstrendur. t. d. í Álsbrúninni. Hafði eg látið mér detla i hug, að þessi ufsi, sem veiðist þar — útgotinn er liann víst allur — væri ein- mitt fiskur, sem hefði gotið á bönkun- um við suðvesturströndina, en hefði að lokinni hrygningu haldið vestur og norð- ur með landi, eftir því sem sjór hitnaði og fæða (einkum ýmis krabbadýr, svo sem kríli, ögn og augnasili) ykist þar. Þessi atburður virðist styðja þessa skoð-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.