Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1918, Blaðsíða 18

Ægir - 01.01.1918, Blaðsíða 18
12 ÆGIR þav (í landvaranum) í rólegheitum, ó- áreittir af varðskipinu; svo og það, hvað aflinn er fljótteknari þar á minna dýpi. Fyrir Skaftfellinga getur mál þetta haft töluverða þýðingu, og alt landið í heild sinni. Komi til slikrar undanþágu, væri eðlilegasl að mest öll sú árlega upphæð er greidd væri fyrir leyfið, rynni tif Skaftafellssýslu, í hafnarsjóð, eðaþábún- aði til eflingar, ef ómögulegt reyndist með hafnarstæði. Landssjóður ætti og að fá tekjur einnig, víst gjald af stærð skip- anna (»tonnatali«) eða að það rynni t. d. i landhelgissjóð. Hve hátt endurgjaldið ælti að vera, er eg ekki fær um að mela; fer það nokkuð eftir hve slórt svæðið er, en eg á við svæðið fyrir V.-Skaftafellssýslu frá Hvalsiki (eða þar á við) að Jökulsá á Sólheimasandi. Mikill styrkur væri að 1000—2000 krónum af hverju skipi árlega og 3 krónur af hverri smálest þeirra. Það sem mælir á móti heimild þessari og sú eina hætta sem mundi aí henni stafa, er, að það muni hefta flskigöng- urnar. Það mun að vísu satt vera, að bolnvörpuveiðarnar munu að einhverju leyti trufla fiskigöngurnar, en að þær muni Iruflast meira fyrir heimild þessa og draga úr fiskiveiðum á öðrum svið- um Iandsins, það er mikið efamál. Auð- vitað er það að slíkar undanþágur sem þessi, geta verið og eru hættulegar á þeim sviðum, þar sein línu- og netaút- vegur er rekinn af vélbátum og róðrar- bátum. Það mundi draga mikið úr veiði þeirra, ef ekki með öllu gera hana ó- mögulega. En á þessu svæði fyrir Skafta- íellssýslu er alt öðru máli að gegna. Um útveg hér er varla um að lala, eins og nú standa sakir, og sá skaði sem sveilin og sj^slufélagið biði af þeim í svipinu, er liverfandi við það, að fá hér örugga höfn og bæltan lendingarstað, því að leyfið yrði varla veitt nema um víst árabil 10—20 ár. Eg get ekki skilið að botnvörpuveið- arnar í landhelginni hér, aukist að mun við heimild þessa, heldur gæti mér vel skilist að þær myndu að mun minka, nhðað við það sem þær voru fyrir strið- ið og verða eflaust að því loknu. Eg á að eins við heimild til þeirra skipa sem íslendingar einir eiga og skrásett eru hér á landi. Eg get ekki imyndað mér ann- að, heldur tel eg það sjálfsagt, að jafn- framt og leyfið fyrði veitt, myndu þau skip, er það kynnu að nota, varna því að önnur skip brytu heimildarlög þeirra. Þannig myndu erlendir ránsmenn verða útilokaðir frá hinni ólöglegu landhelgis- veiði, sem þeir svo lengi og mikið hafa hagnýlt sér, en landsmenn sjálfir fá að njóta þeirra réttinda til hinna dýrmætu fjársjóða, sem huldir eru í landhelginni hér, en sem að hafa verið stolið frá oss án nokkurs endurgjalds, og verða eflaust í framtiðinni, verði ekki öðruvisi um það búið. Sá óbeini og beini skaði er kynni að hljótast af þessu, kæmi þannig margfaldur í vasa landsmanna með afla þeim er botnvörpuskipin fengju fyrir heimild þessa, og fjárhæð þeirri er greidd væri fyrir leyfið. Hversu mikið útgerðarfélögin gera úr heimild þessari eða hvers virði að þau meta bana, skal eg elckert um segja. Eins og nú standa sakir og hingað til hefir verið, hefir landhelgin svo að segja stað- ið skipum þeirra opin. Og hve mikið skipstjórarnir hafa notað sér það, fer eftir því hvað mikið þeir virða lög lands og rélt; en eg get vel skilið það, að það sé freistandi fyrir þá að veiða i land- helginni hér fyrir söndunum, þar sem þeir eru þess fullvissir, að fáum er bagi að og lítill skaði sem af hlýst. Eg álít að þetta mál hafi svo mikla

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.