Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1918, Blaðsíða 11

Ægir - 01.01.1918, Blaðsíða 11
ÆGIR 5 til ijósker á bæði sundmerkin á Kirkjuvogssundi. 2. Að sjómenn hér láti af hendi, án endurgjalds, vinnu þá sem þarf til að gera sundmerkin ábyggileg. 3. Að hreppsnefndin taki svo við leið- armerkjunum tullbúnum, og sjái um viðhald þeirra og vöktun þannig, að á þeim sé kveikt frá sólarlagi til sólaruppkomu frá til, en til að létta undir gjaldauka hreppsins, leili styrks hins opinbera gegnum vilamálastjórnina til olíukaupa. »Sandhöjii«. í þessu máli leyfir nefndin sér að korna með eftirfylgjandi tillögur: 1. Deildin leitar álits Fiskifélags íslands um það, að það leggi til vel æfðan mann við sprengingar á grjóti án endurgjalds frá deildinni; aftur á móti sjái deildin honum fyrir frirri ibúð og fæði gegn ákveðnu gjaldi. 2. Að stjórn Fiskifélagsins leggi til alt sprengiefni. 3. Að deildin hér lilutist til að fá menn til að koma undan öllu grjóti því sem sprengt er, og alla aðra vinnu og á- höld, sem umgetinn maður þarf sér til aðstoðar. 4. Að enduðu verki þessu, afhendir deildin hreppsnefndinni þessa lend- ingu til viðhalds og eftirlits, en lofar að styðja hana til frekari umbóta ef nauðsyn álýst. Ketill líetilsson. Guðm. Salómonsson. Friðrik Gunnlaugsson. Jón Ólafsson. Magnús Magnússon. Hinn 30. nóvembcr 1917 var Fiskifé- lagsdeildarfundur í Báruhúsinu í Keflavik. Nefnd sú sem kosin var á siðasta fundi til þess að koma fram með tillög- ur í lendingabótamálinu, lagði fram álit sitt, og var það svo hljóðandi: Yér nefndarmenn sem kosnir vorum á siðasta fundi fiskideildarinnar í Keila- vík til að koma fram með tillögur, í bryggju eða lendingabótamálinu leyfum oss að leggja fram til væntanlegs sam- þykkis i deildinni eftirfylgjandi tillögur. 1. gr. a. Að fela vænlanlegum verkfræðingi, sem stjórn Fiskifél. íslands sendir hing- að til að mæla út og gera kostnað- aráætlun á bryggju sem bygð yrði i Grófinni við Hólmsberg á svæðinu frá rásinni út að Litlaskúta. b. Að bryggja þessi, sé áætluð svo stór og notagóð, að tveir vélbátar er ristu ca. 7 fet geti í góðu veðri afgreitt sig i einu hvoru megin bryggjunnar. c. Að bryggjan sé svo löng útfrá fjöru- borði að vélbátur altaf geti runnið lengd sina inn með henni hvoru- megin. d. Að breidd bryggjunnar sé um 6 m og hæð hennar þannig að ákvæðum staflið c verði fullnægt. Þar sem bryggjunni er ætlað að vera akfær og helst svo þægileg til að vinna á sem hægt væri, vill nefndin þó benda á að hún ekki teljist óþægileg til af- nota fyrir vélbáta með lágum sjó. e. Ennfremur sé sama verkfræðing falið að mæla og gera kostnaðaráætlun um veg frá götum kauptúnsins að nefndri bryggju með aðgerðarpöllum fyrir framan, alt eftir tilmælum hrepps- nefndar og meðráðamanna hennar. Eftir nokkrar umræður um málið, var 1. gr. stafl. a. b. c. d og e borið undir atkvæði, og var liún samþykt með öllum greiddum atkvæðum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.