Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1918, Blaðsíða 21

Ægir - 01.01.1918, Blaðsíða 21
ÆGIR 15 un mína, jafnvel þótt hann sé aðeins eitt dæmi. 2. Grœðgi fislca er mildl; fæslir þeirra kunna varla magamál sitt, og sumir troða svo miklu í magann að firnum sætir og verður vikið að þvi síðar. I3að er skamt á milli munns og maga i fiskinum, því að vélindið er svo sem ekki neitt; þegar kokið þrýtur tekur maginn (»munna- magi« er efsti hluti hans nefndur) við. Þegar hann er tómur, er hann saman- skroppinn og mjór eins og görn, en get- ur þanist ákaflega mikið út og orðið liknabelgs-þunnur. Af þvi að svo skamt er úr maganum og upp i munninn, þá gæti orðið hætta á þvi að dýr, sem fisk- nr gleypir lifandi, gætu brotist út aftur áður en þau köfnuðu í maganum, en við þvi er oft séð með þvi, að á kok- beinunum eru hvassar tennur, margar og stórar og vita oddar þeirra inn og niður, og mundu óðar stingast i það sem út vildi leita. Hin áður umtalaða gleypigirni fisk- anna er i raun og veru vottur taum- lausrar græðgi, sem aldrei setur sig úr færi, ef eitthvað ber fyrir augun, jafnvel þótt það sé algerlega óætt. Skulu nú tekin nokkur dæmi. Fyrst skal frægan telja, liákarlinn. Þeir sem hafa kynst honurn, munu lita svo á, sem liann sé öllum fiskum gráðugri, enda fara margar sögur af græðgi hans, bæði hér við land og annarsstaðar, þar sem hann á heima1 *). Hann er lika stór fiskur og getur innbyrt mikið. Eitt sinn veiddist hákarl i Eyjafirði og voru i maga hans heill stór blöðruselur, nokkurir þorskar og nokkur hákarls- 1) Heimkynni lians eru Norðurishafið og Atl- lanzhaf suður að Færeyjum og Bandarikjum (Cap. Cod). Sögur af hákarli úr höfum lengra suður eiga við aðra háfiska, sem í islenzkum ritum eru tiðum ranglega nefndir hákarl. stykki. í öðrum hákarli norðanlands var selur á stærð við uxa, og 14 þorskar. Faber segist liafa fundið í einum 14 feta löngum, heilan látursel, 8 stóra þorska, 1 fjögurra feta löngu, 1 flyðru og nokk- ur hvalspiksstykki (lagleg máltíð!). Við Noreg hefir eilt sinn fundist i hákarli heilt hreindýr (hornlaust þó), sem senni- lega hefir hrapað fyrir björg, og í öðrum útselur á stærð við uxa og 14 þorskar. Eflaust mætti fá fleiri sögur og ennþá stórkostlegri um græðgi hákarlsins frá gömlum hákarlamönnum hér1). Þessi dæmi, sem nú voru tilgreind, virðast bera vott um ótrúlega græðgi og mikið magarúm í hákarlinum, en þess ber þó að gæta, að hann er afar stór fiskur og efamál, hvort hann er i raun og veru gráðugri en margir aðrir, og nær er mér að halda, að þorskurinn geti boðið honum út í þessu tilliti, þegar tekið er tillit til þess, hve miklu minni fiskur hann er. Þegar hann kemst í »lif- rétt« sinn, loðnuna gleymir hann öllum boðorðum um hófsemi og jafnvel maga- máli sínu með og þenur magann oft og tiðum svo mikið út, að hann verður þunnur eins og liknabelgur og alveg gagnsær, svo sjá má loðnurnar i honum, eins og í glasi. Það hafa verið taldar í einum þorskmaga (á fiski sem veiddist við Langanes á »Beskytteren« i júlí 1903) 267 loðnur, flestar c. 10 cm. langar o: smáloðna. Allar þessar loðnur voru nál. 680 tenings-sentimetrar að rúmmáli og auk þess voru i þessurn sama maga 80 tenings-sentimetrar af rauðleilu mauki (krabbadýra-leifum?). Sumarið 1898 fann eg i maga á stórum þorski, sem veidd- ur var á Brimnesi við Seyðisfjörð, haus af öðrum þorski, sem hafði verið litlu 1) Væri gott ef einhverir vel athugulir og óljúgfróðir menn kynnu þesskonar sögur, vildu senda Ægir pær til birtingar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.