Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1919, Síða 8

Ægir - 01.01.1919, Síða 8
2 ÆGIR Móðir sína misti hann árið 1904 en faðir hans lifir enn og er fullra 86 ára gamall og eftir aldri við mjög góða heilsu. Eftir það að hann fluttisl til Reykja- ur tók hann til sín fóstru sina Kristínu Nikulásdóttir, sem þá var þrotin að efn- um og leið af þungbærum sjúkdómi krabbameini, og ól önn fyrir henni til dauðadags árið 1909. Erindreki Fskifélagsins varð hann 1. nóvember 1917. Lét hann þá skömmu siðar af leiðsögu varðskipsins og var þá sæmdur heiðursmerki dannebrogsmanna. Þorsteinn heitinn var siðastliðið ár formaður Öldufélagsins. Hann var á- hugamaður um mál þau er sjávarútveg- inn varða, og einkum lét hann sér ant um björgunarskips hugmyndina. Haun veiktist af pest þeirri er hér geysaði í nóvember og lagðist hinn 3. þess mánaðar, og andaðist hinn 12. Jarðarförin fór fram liinn 10. des. að viðstöddu miklu fjölmenni. Með fráfalli Þorsleíns heitins Sveins- sonar, er stórt skarð höggvið í sjómanna- stétt landsins, sem örðugt er að fylla. S. + Dr. Björn M. Ólsen. Dr. Björn M. Ólsen prófessor, andað- ist að heimili sínu 16. þ. m. og fór jarðarförin fram hinn 23. Á íslenzka þjóðin þar að sjá á bak þeim manninum, sem tvímælalaust má telja mikílhæfastan vísindamann siðast- liðinn mannsaldur. Hann var hinn fyrsti rektor Háskóla íslands. Stýriraannaskólinn. Eilt af því, sem gera þarf og það sem fyrst, er að breyta fyrirkomulagi á kenslu og prófum við stýrimannaskólann. Eins og hann er sóttur nú, sem væri hann gagnfræðaskóli, þar sem nemendur fá aðgang eftir vild, sem gersneyddir eru þeirri nauðsynlegu þekkingu, sem stýri- manni ber að hafa, og ætla sér þó að afloknu prófl að taka að sér yfirmensku á skipum, mun endirinn verða sá, að hvert það skip, er hér ræður menn, á ekki völ á öðru en stýrimönnum í há- setaklefann. Sé það íslenzkt skip, veldur slíkt agaleysi, þar sem hver einstakur þj'kist jafn snjall yflrmönnum og leiðar- reikningur fer fram bæði aftur i og fram i. Séu það erlend skip, sem ráða hér háseta, og stýrimenn héðan ráðist sem slikir, þá er mjög leitt, skyldu hinir próf- uðu menn reynast það lélegir hásetar, að það væri hneysa fyrir sjómannasétt þessa lands og alla landsmenn í heild sinni, en sú verður afleiðingin, geti þeir ekki sýnt sig duglega og djarfa háseta, þvi útlendingar eiga ilt með að skilja, að stýrimenn haíi eigi þann kost til að bera. Hjá þeim er gangurinn sá, að fyrst er að kunna liásetaverk, áður en hugsað er til yfirmensku, en hér fer þetla í öfuga átt, þannig, að fyrst er verið á duggu, þar sem ekkert f æ s t lært, svo er tekið próf við skólann, síðan reynt að ná í einhver réttindi og síðan er farið að rcyna að kynna sér eitthvað, sem liáseli

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.