Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1919, Page 17

Ægir - 01.01.1919, Page 17
ÆGIR 11 1. gr. Landsstjórnin tekur íyrst um sinn, þangað til öðruvísi verður ákveðið, í sinar hendur alla verzlun á útlendum kolum í landinu. 2. gr. Á meðan landsstjórnin hefir kolaverzlunina í sínum höndum, er kaup- mönnum, félögum svo og einstökum mönnum bannað að flytja til landsins kol frá útlöndum svo og að selja kol, sem flutt hafa verið til landsins gagnsætt ákvæðum þessarar reglugerðar. Þó er skipum, sem koma frá útlöndum, heimilt að hafa meðferðis kola- hirgðir til notkunar eingöngu í skipunum sjálfum. Heimilt er og þeim, sem eiga kolabirgðir hér á landi, þegar reglugerð þessi öðlast gildi, að selja þær á þann hátt, er þeir óska. 3. gr. Brot gegn ákvæðum 2. gr. reglugerðar þessarar varða sektum alt að 100,000 kr. 4. gr. Með mál út af brotum gegn reglugerð þessari skal fara sem almenn lög- reglumál. 5, gr. Reglugerð þessi öðlast gildi þegar i stað. Þetta er birt öllum til eftirbreytni, sem hlut eiga að máli. í stjórnarráði íslands, 8. janúar 1919. Sigurður Jónsson. Oddur Hermannsson.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.