Ægir - 01.08.1919, Qupperneq 3
ÆGIR.
MANAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS.
12. árg.
Reykjavík, ágúst — september 1919
] Nr. 8-9
Síldarvinnan.
Sildir. er að verða ein aðalpersónan í
atvinnulífi Islendinga. Af hennar völdum
risa nú þorp þar sem engin voru áður.
Hún ræður af frjálsu fullveldi viðgangi
þeirra eða hnignun, aflar einu bæjar-
i’éttinda og dregur skyndilega allan vind
úr seglunum hjá öðru. Hún ræður kaup-
gjaldi frá yztu annesjum til instu afdala
°8 þar með hreyfingum verkalýðsins.
l'jallkonan situr með vandræðasvip, nag-
ar negiurnar og mælir fyrir munni sér:
»Mér er um og ó,
eg á síld í sjó
og sauði á landi.«
Hún veit varla hvort hún á að mela
meira, en helzt mun hún þó á því, að
reyna að halda í hvorttveggja og gefa
sauðunum síld, þegar harðnar í ári. Og
efiaust verður síldveiðin stunduð af
kappi við ísland, meðan sú syndandi
gull- 0g silfurnáma legst ekki frá land-
lnu eða verður þurausin. En síldveið-
arnar eru fyrir þær sakir mörgum svo
nnkið umhugsunarefni, að þær eru
stundaðar einmitt þann tíma ársins, sem
callaður hefir verið hábjargrœðistíminn,
°g keppa því við landbúnaðinn um
vinnuaflið. Báðir þessir atvinnuvegir eiga
a blómgast, en það getur því að eins
01 ið, að báðum nægi sá vinnukraftur
sem völ er á, og hann mun nægja báð-
um að sama skapi sem það tekst að
gera hvern verkamann svo afkastamik-
inn sem unt er. En við alla vinnu kem-
ur tvent fyrst til greina: tækin og vinnu-
brögðin. Því betri sem tækin eru og því
hagkvæmari vinnubrögðum sem beitt er,
því meiru getur hver verkamaður af-
kastað, þvi færri þarf til að vinna á-
kveðið verk. Þetta er einfaldur sann-
leikur, en framtíð atvinnuvega vorra er
undir þvi komin, að menn skilji hann
og hagi sér samkvæmt honum.
íslendingar hafa lært síldarveiðar og
sildarvinnu af Norðmönnum, tekið upp
aðferðir þeirra eins og þeir sáu þær
fyrir sér. Á síðustu árum hefir hver
síldarstöðin risið af annari, án þess að
neitt teljandi hafi verið um það hugsað
að finna hentugri tæki og aðferðir en
þær sem hingað • til hafa hafðar verið.
Þar fetar hver í fótspor annara. Menn
eru ekki alment farnir að skilja það til
hlitar enn þá, að hvaða framkvæmdir
sem ráðist er í, þá borgar það sig að
verja tíma og fé til að rannsaka og
hugsa, áður en framkvæmt er, og að á
flestum sviðum og þó einkum þar sem
atvinnugrein er ung, þá er óhætt að
gera ráð fyrir því, að finna má nú þeg-