Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1919, Síða 6

Ægir - 01.08.1919, Síða 6
96 ÆGIR taldi hann að mætti spara, væri síldin höfð í kössunum. Að minsta kosti ætti að mega geyma hana lengur óskemda, væri hún bæði söltuð og í kössum, og það getur verið mikils virði. Sildin yrði því miklu betri vara og minna færi for- görðum af henni með þessu móti. Hún kæmi í höndina á kverkunarstúlkunni í sömu skorðum og þegar hún kom úr sjónum. Þá er verkasparnaðurinn. Við að skipa kössunum upp á bryggjuna þyrfti þrjá menn, einn til að stýra vindunni, annan til að setja lausahakana á og þriðja til að stýra kassanum á vagninn eða brik- urnar, taka hakana af og setja á tóman kassa. IJeir sem nú standa kófsveittir við að moka sildinni, gætu unnið á bryggj- unni eða pallinum i staðinn. Fáar eða engar stöðvar mundu hafa svo margar verkunarkonur, að þær væru jafnfljótar að kverka og salta eins og verið væri að skipa kössunum upp og flytja þá inn á pallinn með þessu lagi. Gæti þá komið til mála að hafa jafn- marga aukakassa eins og eftir væri að kverka úr, þegar siðasti kassinn væri kominn upp á bryggjuna, skipa auka- kössunum út og leggja frá landi í nýja veiðarför, meðan verið væri að ljúka við verkunina. Um slikt kassakerfi ælti fyrst að gera tilraun á einu skipi og sjá hvernig það reyndist, áður en lagt væri út i frekari framkvæmdir. Kverkun og söltun. Meðan ekki er fundin hagkvæm kverk- unarvél, ætti að leggja stund á að gera almenn þau handtök, sem þær stúlkur hafa, er íljótastar eru að kverka og gera það bezt. Mest riður á að byrjendum séu sýnd réttu handtökin og rétta að- staðan við verkið, því að ílestir munu halda því lagi áfram, sem þeir hafa einu sinni upp tekið. Handbrögðin ættu verkstjórarnir að sýna byrjendum, eða fá til þess leiknustu kverkunarstúlkuna á stöðinni. Mikill er munur á stúlkum við þelta verk sem önnur og má stund- um sjá á sömu stöð eina stúlku tvöfalt eða þrefalt fljótari en aðra. Fer það ekki að eins eftir æfingu, heldur og að- ferð og upplagi hverrar einnar. Eg hefi séð stúlku, er að eins hafði verið þrjá daga við kverkun og var þó orðin með þeim fljótustu á stöðinni. Sumar verða frábærlega fljótar, bæði að kverka og salta. Sú fljótasta, sem eg hefi athugað, er ung stúlka (Valgerður Solnæs), er slundað hefir síldarvinnu frá blautu barnsbeini. Hún kverkaði t. d. einu sinni, þegar eg horfði á hana, 99 síldir á 91 sek. eða sildina að meðaltali á 0.909 sek. Sömu tölu saltaði hún á 62 sek., eða síldina að meðaltali á 0.626 sek. í þessum tírna eru engar tafir tald- ar með. Eg athugaði hve lengi hún var að salta í tunnu. í tunnuna fóru 270 síldir og 15 saltdiskar, og tók það 257 sek., eða 4 mín. og 17 sek. Kverkunaraðferð þeirra fljótustu, sem eg athugaði, var í stuttu máli þessi: Kverkunarkonan stendur við hliðina á síldarkas'sanum og snýr beint að hon- um. Hægri höndin með klippunum er alt af nokkurn veginn i sömu stelling- um laust frá líkamanum, lítið eitt lil vinstri við miðlínu lians, rétt fyrir neð- an beltisstað. Vinstri hönd grípur síld um bakið rétt fyrir neðan hnakkann og ber hana að klippunnm, er taka kverlc- ina, þegar hægri höndin gerir litinn snúðrykk á þær um leið og vinstri hönd gerir það kast á síldina, er skilar henni yfir kassabarminn fram hjá vinstri hlið konunnar niður í stampinn. Eg tók eftir því, að kverkunarkonurnar gerðu

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.